fbpx
Menu

Nemendur

Starfsnám í Skotlandi

Hafrún Harðardóttir, nemandi í Handverksskólanum, er um þessar mundir í spennandi starfsnámi hjá Blues and Browns í Perth, Skotlandi.

Klæðskurður í gamalli borg

„Fyrirtækið sem ég er hjá heitir Blues and Browns og var stofnað fyrir 17 árum. Í augnablikinu erum við þrjár að vinna þar, ég, eigandinn og klæðskerinn. Í sumar vorum við með annan nema tvisvar í viku en hún er farin aftur í skóla. Saumaverkstæðið og búðin eru í litlu húsnæði í miðbæ Perth og er mest “made to measure” kvenfatnaður úr silki, tartan og tweed. Ég hef fengið að sauma eiginlega hvað sem er, meðal annars buxur, pils, skyrtur, jakka og aukahluti. Flest geri ég fyrir búðina en klæðskerinn sér sjálf um mest allan sérsaum á kúnna.

Ég bý með kærastanum mínum í miðbænum svo það tekur enga stund að ganga í vinnuna, búðina eða á æfingu. Við erum búin að koma okkur vel fyrir, kynnast fullt af fólki og eignast vini. Borgin er mjög gömul og falleg en meðfram henni rennur áin Tay. Er mjög ánægð að fá að vera í heilt ár!”

Verkefni frá nemendum

Rafræn sýning

Verið velkomin á útskriftarsýningu

Útskriftarsýning var haldin rafrænt vegna samkomubanns og hér er hægt að komast inn á sýninguna og sjá glæsileg verkefni nemendanna.

Útskriftarverkefni í grafískri miðlun

Veglegur Askur

Veglegt og flott sameiginlegt tímarit allra útskriftarnemenda vorið 2020.

Útskrift úr ljósmyndun vor 2020

Bók með verkum útskriftarnemenda í ljósmyndun

Nemendur vinna að sjálfstæðum verkefnum en einnig sameiginlegum verkum sem allt má skoða í nýútkominni bók.

Ljósmyndun – verkefni nemenda

Ljósmyndadeildin

Nemendur í ljósmyndun vinna að fjölbreyttum verkefnum sem sjá má á flottri vefsíðu.