fbpx
Menu

Laus störf

Laus störf

Starfaðu með okkur og breyttu heiminum!

Tækniskólinn er líflegur vinnustaður með frábærum starfsmönnum og nemendum. Hér er góður starfsandi og starfsánægja mælist há. Heildarfjöldi starfsfólks við skólann er um 250 sem mynda samfélag m.a. kennara, stjórnenda, skólaliða, námsráðgjafa, sérfræðinga og meistara (iðnmeistara).

Í augna­blikinu eru nokkrar kenn­arastöður lausar til umsóknar við skólann.

 

Eftirfarandi kenn­arastöður eru lausar til umsóknar hjá Tækniskólanum.

 

Byggingatækniskólinn


Kennari í tréiðngreinum

verkfæri trésmíði

Starfið fellst í kennslu í verklegum greinum tréiðna við Byggingatækniskólann.

Æskilegt er að umsækjendur séu með meistararéttindi í húsa- og húsgagnasmíði, hafi víðtæka þekkingu á faginu og reynslu sem nýtist í starfi.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2021.

 

Nánari upplýsingar um störfin veitir Gunnar Kjartansson skólastjóri Byggingatækniskólans.

 

 

Hönnunar- og handverksskólinn


Kennari í hársnyrtiiðn

Starfið fellst í kennslu í hársnyrtiiðn við Hönnunar- og handverksskólann. Um er að ræða 100% afleysingarstöðu til áramóta.

Umsækjendur þurfa að hafa sveinspróf/meistarabréf í iðngreininni auk kennsluréttinda.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2021.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sandra Borg Gunnarsdóttir skólastjóri Hönnunar- og handverksskólans.

 

 

Raftækniskólinn


Kennari í rafiðngreinum

Starfið fellst í kennslu almennra rafiðngreina við Raftækniskólann.

Umsækjendur þurfa að vera með reynslu af störfum í rafiðngreinum.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2021.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Valdemar Gísli Valdemarsson skólastjóri Raftækniskólans.

 

 

Véltækniskólinn


Kennari í véltæknigreinum

VélstjórnStarfið fellst í kennslu véltæknigreina við Véltækniskólann.

Nauðsynlegt er að umsækjendur séu með menntun í vélfræði, á sviði vélstjórnar, vélvirkjunar eða tækni-/verkfræði á véltæknisviði, reynslu úr faginu sem nýtist í starfi auk kennsluréttinda.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2021.

 

Kennari í stálsmíði

Starfið fellst í kennslu stálsmíðagreina við Véltækniskólann.

Nauðsynlegt er að umsækjendur séu með menntun í stálsmíði, reynslu úr faginu sem nýtist í starfi auk kennsluréttinda.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2021.

 

Nánari upplýsingar um störfin veitir Jón Hjalti Ásmundsson skólastjóri Véltækniskólans.

 

 

Upplýsingatækniskólinn


Kennari í bókbandi

Bókararkir - bókband.

Starfið fellst í kennslu í bókbandi við Upplýsingatækniskólann. Um er að ræða hlutastarf.

Viðkomandi þarf að hafa sveinspróf í iðngreininni auk þess sem kennsluréttindi eru æskileg.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2021.

 

Kennari í prentun

Starfið fellst í kennslu í prentun við Upplýsingatækniskólann. Um er að ræða hlutastarf.

Umsækjendur þurfa að hafa sveinspróf í iðngreininni auk þess sem kennsluréttindi eru æskileg.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2021.

 

Nánari upplýsingar um störfin veitir Kristín Þóra Kristjánsdóttir skólastjóri Upplýsingatækniskólans.

 


Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2021 og skulu umsóknir berast á netfang Guðrúnar Randalín, aðstoðarskólameistara.