fbpx
Menu

Innsýn í námið

Framsækið tækninám

Skapandi nám í leikjahönnun, þrívídd og eftirvinnslu kvikmynda.

Stafræn hönnun (RADE – Reykjavik Academy of Digital Entertainment) er námsbraut sem er vel tækjum búin, með green screen stúdíó, hljóðstúdíó, MotionCapture og góðan búnað fyrir myndatökur.

Námið er verkefnadrifið og líkist starfsumhverfi atvinnulífsins. Hröð þróun er í starfsgreininni og krefst símenntunar en nemendur eru þjálfaðir í því að temja sér þann hugsunarhátt.

Brautarlýsing

MM15 Stafræn hönnun

Námið er tveggja ára viðbótarnám á fjórða hæfniþrepi íslensks hæfniramma um menntun. Námið er fullt nám í dagskóla, kennt á fjórum önnum. Námið er verkefnadrifið þar sem reynir á sköpunarkraft nemenda, sjálfstæði og úrræði. Einnig reynir á samvinnu, skipulagshæfileika og verkefnastjórn. Námið byggir nær algerlega á tölvuvinnslu og eru nemendur að mestu í skólanum allan daginn þar sem þeir hafa öll þau tæki og tól sem þeir þurfa. Á brautinni er gert ráð fyrir 24 klukkustunda vinnuframlagi nemenda fyrir hverja einingu. Nemendur sem útskrifast úr náminu hafa margir farið í háskóla erlendis til að ljúka BA-námi og þá fengið þetta nám metið þar inn.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði er útskrift úr framhaldsskóla eða sambærilegt. Góða kunnáttu í tölvum og ensku. Hafir þú ekki viðeigandi menntun en getur sýnt fram á framúrskarandi hæfni á tilteknu sviði er hægt að meta það sérstaklega.

Skólinn getur þó óskað eftir því að viðkomandi bæti við sig undirbúningsgreinum.

Umsækjendur þurfa að skila inn ferilmöppu (e. portfolio) og staðfestum gögnum um námsárangur frá öðrum skólum. Inntökunefnd fer yfir umsóknir og getur kallað umsækjendur til viðtals. Farið er með öll gögn sem trúnaðarmál.

Námið og möguleikar að því loknu

Á fyrstu og annarri önn færð þú grunn í helstu forritum og kenningum greinarinnar. Á þriðju önn velur þú þér svið til að sérhæfingar og fjórða önnin er hugsuð sem eitt stórt verkefni sem unnið er sjálfstætt með stuðningi kennara og aðila úr atvinnulífinu.

Skólinn leggur áherslu á að útskrifa nemendur með frjóa hugsun og vilja til að fara nýjar leiðir.

Nám í stafrænni hönnun tekur tvö ár og útskrifast nemendur með diplóma. Möguleiki er á að taka viðbótarár við erlenda háskóla til BA gráðu.

Verkefni nemenda

Útskriftarverkefni

Útskriftarverkefni

Útskriftarsýning í stafrænni hönnun

Útskriftarsýning í stafrænni hönnun

Útskriftarsýning í Bíó Paradís

Útskriftarnemar sem fara ótroðnar slóðir

Skipulag náms

Samstarfsfyrirtækin

Námsbrautin vinnur náið með stórum fyrirtækjum við að þróa námið og einnig koma gestafyrirlesarar frá fyrirtækjunum. Sem dæmi um fyrirtæki sem skólinn starfar með má nefna CCP, Caoz, RVX, ReykjavíkIO o.fl.

Stafræn hönnun er kennd í Sjómannaskólahúsinu, húsi Tækniskólans á Háteigsvegi.

Skólastjóri Tækniakademíunnar er:

Ragnhildur Guðjónsdóttir, netfang: [email protected], sími: 514 9601.

Áfangi sem sjálfstæð heild

Hver námsáfangi er sjálfstæð heild en skipuleggja má námið í heildstæðum viðfangsefnum þvert á áfanga eða skipta efni tiltekinna áfanga í smærri námsþætti allt eftir þörfum nemendahópsins. Þess skal þó ávallt gætt að lokamarkmiðum námsins og markmiðum einstakra áfanga sé haldið til skila og að heiti og númer áfanga séu rétt tilgreind á prófskírteinum nemenda.

Umsagnir

Guðmundur Örn Gunnarsson lauk námi í stafrænni hönnun

Ég var mjög sáttur með að fá kennslu í nokkrum mismunandi fögum á fyrstu önn til að sjá hvað mér líkaði við og við hvað ég vildi vinna í framtíðinni. Það er alltaf gaman að vinna með fólki að verkefni sem allir hafa áhuga á, jafnvel blanda áhugasviðum saman í eitt verkefni.

Skólinn er í miklum samskiptum við atvinnulífið

„Nemendur skiptast í tvennt, annars vegar þá sem hafa áhuga á tölvuleikjum eða annarri afþreyingu í tölvum og síðan er kvikmyndahópurinn sem er í brellunum." segir Halldór Bragason fagstjóri í Margmiðlunarskólanum.

Ólafur Lárus Egilsson er á 1.önn í stafrænni hönnun.

Hefur aldrei liðið jafn vel í námi og get ekki hætt að læra heima, (vandamál sem ég hef ekki kannast við áður) finnst allt svo skemmtilegt þótt sumt geti verið flókið og nóg að gera. Strax á fyrstu önn hefur námið komið mér af stað í að geta búið til einfalda tölvuleiki og flottar tæknibrellur. Kennararnir mjög skemmtilegir og góðir í því sem þeir gera.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um nám í stafrænni hönnun?

Sækja um hnappur er hér á síðunni en umsóknir fara í gegnum Innu.

Er námið lánshæft hjá LÍN?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Hvað tekur nám í stafrænni hönnun langan tíma?

Námið tekur tvö ár, fjórar annir. Gert er ráð fyrir að nemendur stundi námið sem hverja aðra vinnu og gilda almennar reglur Tækniskólans um mætingu.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!