fbpx
Menu

Innsýn í námið

Fagmennska og virðing

Sem rafveituvirki er vinnan mest í háspennutækni. Setja upp tengivirki, leggja háspennulínur og setja upp spennistöðvar. Mörg rafverktakafyrirtæki hafa rafveituvirkja í vinnu.

Þetta er nám ofan á nám í rafvirkjun og þá taka nemendur viðbótaráfanga sem lúta að burðarþoli, umhverfisfræði og öryggismálum. Rafveituvirkjar vinna við háspennulínur, oft við mjög erfiðar aðstæður og þurfa því að hafa öryggismálin á hreinu.

Námið er kennt sem viðbót við rafvirkjun.

Brautarlýsing

RT23 Rafveituvirkjun

Inntökuskilyrði er að hafa lokið lokið sveinsprófi í rafvirkjun. Meginmarkmið náms í rafveituvirkjun er að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu og færni til að takast á við störf rafveituvirkja, einkum við uppsetningu, mælingar, viðhald og viðgerðir lagna og búnaðar til flutnings- og dreifingar raforku frá framleiðanda til notenda. Rafveituvirki hefur sértæka þekkingu á flutningi háspennu um raforkukerfi og þeim búnaði sem til þarf. Jafnframt er rafveituvirki með yfirgripsmikla þekkingu á þeim öryggisreglum sem gilda bæði gagnvart eigin öryggi og annarra en jafnframt gagnvart rekstraröryggi kerfa. Rafveituvirki er vel inni í þeim búnaði sem þarf til útivistar á fjöllum og þekkir vel til umhverfismála og landmælinga. Hann þekkir jafnframt vel til burðarþols þeirra mannvirkja sem halda uppi rafbúnaði eða línum.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði er að hafa lokið lokið sveinsprófi í rafvirkjun.

 

Námsframvinda

Rafveituvirkjun er löggilt iðngrein. Námið í rafvélavirkjun er alls 4 áfangar eða 19 einingar sem bætast ofan á rafvirkjanámið (2 annir) og vinnustaðanám hjá meistara í rafveituvirkjun sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar að hámarki 48 vikur. Almennt er miðað við að nem­endur hafi lokið starfsþjálfun í síðasta lagi áður en nám hefst í loka­áföngum fag­brautar eða samhliða.

Náms­fram­vinda vinnustaðarnáms miðast við að nem­andinn sé búinn að upp­fylla að lág­marki 80% af hæfniviðmiðum í fer­ilbók fag­greinar til að inn­ritast í loka­áfanga brautar.

 

Að loknu námi

Próf­skír­teini af fag­braut ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveins­próf í viðkom­andi grein. Sveins­próf veitir rétt til að hefja nám í Meist­ara­skóla.

Einnig er hægt að ljúka viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi en slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Þess má geta að sú stefna hefur verið tekin upp hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins að allt námsefni í rafiðngreinum verði ókeypis nemendum. Þetta er langt komið og sárafáar bækur sem nemendur þurfa að kaupa til námsins.

Námsefni er að finna á rafbok.is.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali og í viðburðum Tækniskólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í Rafveituvirkjun fer fram á Skólavörðuholti.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Í Raftækniskólanum er starfandi skólafélag sem hefur það hlutverk að tengja stjórnendur skólans við nemendur og koma með athugasemdir og óskir um hluti sem betur mega fara. Jafnframt er skólafélagið tengiliður stjórnenda við nemendur. Fulltrúi skólafélagsins situr fundi með stjórnendum reglulega sem og fagráði skólans.
Skólafélagið skipar nefndir til að sjá um félagslíf innan skólans og uppákomur.
Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp félagsstarf. Saman mynda skólafélög innan Tækniskólans Nemendasamband Tækniskólans NST.
Raftækniskólinn er með spjallsíðu (hóp) á Facebook.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!