fbpx
Menu

Verkefni frá nemendum

Starfsnám í húsgagnasmíði

Námssamningur í París

Til Danmerkur í Húsgagnabólstrun

Klára námið í Skive

Útskriftarverkefni

Útskriftarverkefni

Ferð til Frankfurt

Um jafnrétti fyrir alla

Fréttir

Umsagnir

Hugrún Rúnarsdóttir fór í Vefskólann og stofnaði fyrirtæki með vinkonu sinni sem sérhæfir sig í vefhönnun og forritun

„Námið í grafískri miðlun var frábært og því að þakka að ég kynntist forritun og vefsíðugerð. Hönnun, letur, myndvinnsla, textavinna, grunnur í HTML og CSS og margt fleira er allt sem ég nota daglega og kemur frá grafískri miðlun. Þessi tvö nám tvinna rosalega vel saman og ég hefði aldrei viljað sleppa því að fara í grafíska miðlun þrátt fyrir að ég einbeiti mér núna meira af vefnum en ekki prenti.“

Haraldur Örn Arnarson útskrifaðist 2016 og tók starfsþjálfun hjá Prentsmiðjunni Odda

„Námið í grafískri miðlun hefur veitt mér mikla þekkingu og færni í helstu vinnsluforritum tengd prentverki. Má þar nefna Photoshop, Illustrator og InDesign. Einnig hefur námið gagnast mér mjög vel í vinnunni við ýmsar hliðar prentverks, sem ég hef mikinn áhuga á.“

Rafnar Snær Baldvinsson lauk námi í vélstjórn

Vélstjórnarnámið er mjög fjölbreytt, inniheldur mikið af nytsamlegum upplýsingum og hefur frábæra kennara sem miðla þekkingu eins og þeim einum er lagið. Þetta nám opnar margar dyr og gerir að verkum að það er fátt sem að flækist fyrir manni í framtíðinni. Ég mæli eindregið með þessu námi ef að þú ert forvitin/n um virkni hluta og/eða viðgerðir.

Alþjóðlegt samstarf

Frábært tækifæri fyrir nemendur Tækniskólans

Nemendur og kennara fara reglulega til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum.

Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og reynslu af því að búa og starfa á erlendri grund.

Nánar um alþjóðlegt samstarf

Félagslífið

Komdu og vertu með!

Mikil gróska er í félagslífi Tækniskólans og hafa nemendur unnið hörðum höndum að því að efla félagslífið.

Í stórum skóla er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf og er það stefna NST og annarra nemendafélaga Tækniskólans.

Kynntu þér félagslífið

42 Framtíðarstofa

Hönn­unar- og hátækni­verkstæði Tækni­skólans

Framtíðarstofan er hönn­unar- og hátækni­verkstæði Tækni­skólans.

Nem­endur skólans og aðrir áhuga­samir geta komið og gert hug­myndir sínar að veru­leika.

Komdu í heim­sókn, kíktu inn og byrjaðu að skapa.

42 Framtíðarstofa