fbpx
Menu

Stefna Tækniskólans er að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni, ofbeldi og ótilhlýðileg háttsemi í hvaða mynd sem er, sé ekki liðið. Leita skal allra ráða til að fyrirbyggja slíkt og leysa þau mál sem upp koma á sem farsælastan hátt.

 

Skilgreiningar og upplýsingar

Einelti

Síend­ur­tekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkom­andi eða að valda honum ótta.

Dæmi um hegðun ger­anda, sem getur verið sam­nem­andi, kennari eða annar starfsmaður skólans eða gestur á vegum skólans:

  • Viðkomandi er undir stöðugu eftirliti og markvisst leitað að mistökum hans
  • Upplýsingum er haldið frá viðkomandi
  • Gagnrýni er látin í ljós á niðrandi eða neikvæðan hátt í viðurvist annarra
  • Viðkomandi er markvisst sniðgenginn og útilokaður
  • Baktal og slúður
  • Einn eða fleiri skemmta sér á kostnað annars
  • Niðrandi athugasemdir eða dylgjur
  • Endurteknar skammir
  • Endurtekin stríðni

Ofbeldi

Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáningar þess sem fyrir henni verður. Einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis.

Kynbundin áreitni

Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkom­andi og hefur þann til­gang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkom­andi og skapa aðstæður sem eru ógn­andi fjand­sam­legar, niðurlægj­andi, auðmýkj­andi eða móðgandi fyrir viðkom­andi.

Dæmi:

  • Óviðeigandi eða óþægilegar athugasemdir um útlit, framkomu eða einkalíf
  • Viðkomandi er ávallt ávarpaður í því kyni sem meirihlutinn tilheyrir
  • Efast er um hæfi viðkomandi sökum kyns síns
  • Uppnefni þar sem notuð eru gróf kynbundin orð
  • Útilokun frá hópastarfi vegna kyns

Kynferðisleg áreitni

Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Dæmi:

  • Ónauðsynleg snerting
  • Kynferðislegt tal
  • Sýning klámfenginna eða kynferðislegra mynda
  • Gláp
  • Kynferðislegar athugasemdir um útlit eða klæðaburð

Kynferðislegt ofbeldi

Kynferðislegt ofbeldi eru kynferðislegar athafnir gagn­vart ein­stak­lingi sem ekki hefur gefið eða er ófær um að veita samþykki sitt. Kynferðislegt ofbeldi getur falið í sér:

  • Káf og þukl innan sem utan klæða á kynfærum eða öðrum persónulegum stöðum
  • Munnmök
  • Samfarir eða tilraun til þeirra
  • Kynferðislegar myndatökur, áhorf á persónulega staði eða sýna/senda kynferðislegt efni

Hefur þú orðið fyrir kynferðislegri áreitni og/eða ofbeldi?

Nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga:

  • Talaðu við einhvern sem þú treystir. Að segja frá ofbeldinu/áreitninni er fyrsta skrefið til að stöðva það. Það er mikilvægt að láta vita svo viðkomandi fái ekki tækifæri til að halda slíkri hegðun áfram gagnvart þér eða öðrum.
  • Þú getur fengið hjálp.
  • Með því að segja frá getur þú unnið úr sársaukanum og öðlast meiri styrk.
  • Ábyrgðin er aldrei þín.
  • Ofbeldið er aldrei þér að kenna.
  • Hafðu samband við lögreglu og/eða neyðarmóttöku ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi. Símanúmer lögreglu er 112.

Önnur ótilhlýðileg háttsemi

Getur meðal annars falist í lít­ilsvirðandi fram­komu, klám­feng­inni hátt­semi eða snert­ingu sem þykir nær­göngul eða óviðeig­andi.

Hvert get ég að leitað?

Ef þú verður fyrir einelti, áreitni og/​eða ofbeldi innan skólans eða á viðburði á vegum skólans skalt þú leita til ein­hverra eft­ir­tal­inna aðila:

Þú getur hringt, sent tölvu­póst eða farið og hitt viðkom­andi.

 

Eins er hægt að hafa sam­band við eft­ir­far­andi aðila vegna kynferðisbrota:

Hvernig er tekið á málinu?

Alltaf er málið rann­sakað og aflað eins mik­illa upp­lýs­inga og hægt er. Síðan fer það eftir alvar­leika brotsins hvernig tekið er á málinu. Sem dæmi má nefna getur ger­andi fengið áminn­ingu skóla­meistara og brott­vísun ef hann brýtur af sér aftur. Ef málsaðilar eru undir 18 ára er fundað með þeim og for­eldrum. Þolandi fær stuðning og þá aðstoð sem hann þarf og fylgst er með hvort áreitni og/​eða ofbeldið end­ur­tekur sig.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.