Prentun

Prentun og aðgangur

Nemendur sem vilja prenta og/eða ljósrita í skólanum þurfa að kaupa prentkort eða borga uppsett verð á bókasöfnunum. Einnig þarf að eiga prentkort til að geta nýtt sér aðgangsheimildir. 

Prentkortin eru pöntuð og afgreidd á bókasöfnum skólans. Ef einhver vandræði eru með þau er best að snúa sér fyrst til starfsfólks bókasafnanna.
Ekki er þörf á leyninúmeri fyrir prentkortin. Notkun þeirra sem aðgangskort er alfarið í höndum skólastjóra hvers skóla en nauðsynlegt er að eignast kort fyrst til að hægt sé að virkja aðganginn.

ATH!! Eina leiðin til að prenta út sú að vera skráð/ur inn á tölvuna með kennitölu og nota kortið sem er tengt við það númer í prentarann.

Kortin kosta 500 kr. en það kostar 2.000 kr. að endurnýja glatað kort.Prentkort-framhlið

Til að nálgast prentverk í prenturum eða til að ljósrita á fjölnotavélum þurfa nemendur að hafa prentkort, annars geta þeir ekki sótt þau verk sem þeir hafa prentað út. Kortinu fylgja a.m.k. 100 prenteiningar, sumar brautir fá fleiri einingar. A4 svart/hvítt er 1 prenteining en A4 í lit er 2 prenteiningar A3 svart/hvítt er 2 einingar og A3 í lit er 4 einingar.

Til þess að eignast kort og koma prenthluta þeirra í gagnið, þarf að framkvæma tvennt:

  1. Nemendur sækja um prentkort á bókasafni skólans og greiða þar 500 kr. þar sem þau verða tilbúin eftir 1-2 daga.
  2. Áður en kortið er notað þarf að virkja það og aðstoðar starfsfólk bókasafnsins við það.

Til að prenta út þarf að hafa eftirfarandi í huga:

  • Ekki er hægt að senda beint á ákveðinn prentara.
  • Að vera skráður inn í tölvuna á kennitölu þess sem ætlar að sækja útprentunina. Það er ekki hægt að sækja útprentun nema á korti þeirrar/þess sem skráð/ur er í tölvuna!
  • Að velja aðra af tveimur prentstýringum eftir því hvort verið er að prenta út í lit eða svart/hvítu.
  • Prentarar eru stilltir á A4 pappírsstærð og því þarf að velja A3 sérstaklega í "Printing preferences".

Ef nemandi á ekki kort:

Verð fyrir útprentun og ljósritun hjá bókavörðum er þessi:

  • A4 s/h kostar 10 kr./stk.
  • A3 s/h kostar 20 kr./stk
  • A4 í lit kostar 20 kr./stk.
  • A3 í lit kostar 40 kr./stk.


Ef nemandi gleymir korti:

Starfsmenn bókasafnsins geta flett upp pin-númeri sem hægt er að nota til að komast inn á prentara. 
Eða starfsmenn geta prentað út eða ljósritað fyrir viðkomandi og dregið frá inneign nemandans.


Áfylling:

Verð fyrir áfyllingu er 10 kr. á einingu, t.d. kosta 100 einingar 1.000 kr.


Passið vel upp á kortin. Munið að það kostar 2.000 kr. að endurnýja þau!