Fréttir forsíða

Frá afhendingu styrkveitinga SI úr Framfarasjóði.

Framfarasjóður SI veitir styrk - 28/4/17

Formaður og framkvæmdastjóri SI afhentu styrki úr Framfarasjóði Samtaka iðnaðarins fyrr í dag. Tækniskólinn fékk fimm milljóna króna styrk sem fer til verkefnis um þróun rafrænna ferilbóka sem unnið verður í samstarfi við aðra framhaldsskóla, Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins, Menntamálastofnun og Advania. Verkefnið mun  stuðla að miklum framförum í öllu námi sem tengist iðn-, tækni- og verkgreinum.

Lesa meira
Merki Tækniskólans á húsi hans Skólavörðuholti

Innritun haust 2017 - 26/4/17

Nemendur sækja um skólavist rafrænt.  Sótt er um nám í dagskóla á menntagátt.is
Innritun í dreifnám fer fram á innritunarvef Innu.
Inntökuskilyrði eru mismunandi eftir brautum. 

Lesa meira
Merki Tækniskólans við hús hans á Skólavörðuholti.

Lok annar og vorpróf 2017 - 27/4/17

Skólastarf er samkvæmt stundaskrá og kennsluáætlun til og með 11. maí.
Lokadagur til að sækja um sérúrræði í prófum er 28. apríl.
12. - 17. maí - Próf skv. próftöflu

Lesa meira
Nemendur sem hlutu 2. sætið í keppninni með kennara sínum.

Verðlaunasæti fyrir frumkvöðlafyrtæki - 27/4/17

Nemendur á hönnunar- og nýsköpunarbraut hlutu viðurkenningu og verðlaun fyrir annað sætið í keppni um fyrirtæki ársins í JA - ungir frumkvöðlar.
Tækniskólinn er stoltur af árangrinum en þetta er í fyrsta sinn sem brautin tekur þátt í keppninni. 

Lesa meira
Frá afhendingu sumargjafa á sumardaginn fyrsta 2017.

Byggingatækniskólinn fékk sumargjöf - 27/4/17

Á sumardaginn fyrsta gaf Byko Byggingartækniskólanum veglegar sumargjafir. 

Fulltrúar Bosch á Íslandi og starfsmenn Byko færðu skólanum gjafirnar í Hörpunni. 

Lesa meira

Skoða eldri fréttir


Atvinnulíf

Atvinnulíf

Nemendur í verk- og iðnnámi eru hvattir til þess að kynna sér þjónustu atvinnulífstengils.

Ólafur Sveinn Jóhannesson er atvinnulífstengill við skólann og deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar, en Tækniskólinn er eini framhaldsskólinn á landinu sem býður uppá þjónustu atvinnulífstengils.


Fréttir og tilkynningar úr atvinnulífinu sem tengjast verknámi:

Merki Afltak - byggingafyrirtæki.Afltak ehf er öflugt og traust byggingarfyrirtæki sem getur tekið á móti nemum úr byggingagreinum og raftæknigreinum. Afltak hefur áhuga á að bæta við mannskap 

Nemendur sem vilja komast á samning eru hvattir til að hafa samband. Fyrirtækið Afltak leggur mikinn metnað í að starfsfólki líði vel á vinnustað enda hefur það sýnt sig að eftir nám hafa margir haldið áfram að vinna hjá fyrirtækinu. 

Best er að tala beint við eigandann, Jónas Bjarna Árnason.
Síminn hans er 660 0770 eða senda tölvupóst á jonas@afltak.is


Merki - Fyrirtækið Innnes.Innnes auglýsir eftir nemanda í sumarvinnu.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að vinna hjá Innnes á verkstæðinu sem sér um að gera við kaffivélar og annan tækjabúnað. 

Vinnan er frá 8- 16 alla virka daga.
Hægt er að sækja um á þessari slóð: http://storf.innnes.is/storf/Default.aspx 
og velja hvers konar starf sótt er um - sumarstarf kaffiverkstæði

Starfsmaður þarf að vera með bílpróf og einhverja menntun t.d. fyrsta ár í Tækniskóla eða byrjaður í rafiðn.

INNNES ehf. er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins.

Veitur auglýsa eftir nemum:

Auglýsing Veitna eftir vélvirkjanemum. Velkomin í draumaland vélvirkjans
Viltu komast á samning hjá okkur?

Við leitum að tveimur jákvæðum og námsfúsum vélvirkjanemum sem eru búnir með grunndeild og langar til að kynnast stærsta veitukerfi landsins og halda viðskiptavinum okkar á höfuðborgarsvæðinu í sambandi alla daga.

Við bjóðum upp á metnaðarfulla nemaþjálfun þar sem þú getur klárað allt starfsnám á einum stað og fengið góðan undirbúning fyrir sveinspróf.Fjölbreytt úrlausnarefni. 

Hjá okkur kynnist þú fjölbreyttri starfsemi og verkefnum; hvernig heitu vatni er dælt úr borholum, úrgangur hreinsaður í fráveitu og köldu vatni dreift – svo nokkuð sé nefnt.
Þú færð skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með reynslumiklu fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.

Við tökum jafnréttið alvarlega.
Að jafnaði höfum við tvo vélvirkjanema í starfsnámi, sinn af hvoru kyni.
Því hvetjum við jafnt stúlkur sem pilta til að sækja um og kynna sér nám í vélvirkjun.
Ef þú vilt sækja um starfsnám ferðu á starf.or.is/veitur/ og fyllir út umsókn. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ernstsdóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@veitur.is.
Kynntu þér Veitur á veitur.is og á Facebook

VHE óskar eftir nemum í smiðju og á renniverkstæði


Merki VHE

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Inga Blandon í gegnum tölvupóst gudrun@vhe eða síma 782 1030Námssamningar

Aðstoð við verknám

Sáttmál um eflingu vinnustaðanáms  - á vefsíðunni má sjá lista yfir fyrirtæki sem staðfest hafa sáttmálan.


Samstarf - alþjóðleg samskipti

Alþjóðleg samskipti

Nám og reynsla

Á hverju ári sendir Tækniskólinn nemendur og kennara til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum. Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og betri sýn á þau tækifæri sem bjóðast í tengslum við það. Ekki má heldur vanmeta reynsluna af því að búa og starfa á erlendri grund. Hver nemandi getur verið úti í 2 - 16 vikur eftir tilhögun og samkomulagi.

Umsóknarferli

Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, forstöðumaður upplýsingaseturs sér um alþjóðamál. Hún aðstoðar nemendur, kennara og aðra starfsmenn við að finna skóla og námskeið erlendis. Ingibjörg svarar einnig spurningum um starfsþjálfun utanlands og ferlið sem þarf að ganga í gegnum til að sækja um.

Ingibjörg Rögnvaldsdóttir
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir
ir@tskoli.is
sími: 514-9033
gsm: 695-1398

Stefna Tækniskólans í alþjóðamálum 

Tækniskólinn býður nemendum sínum upp á fyrsta flokks menntun sem nýtist þeim í atvinnulífinu, jafnt og til framhaldsnáms í fagskólum og háskólum, bæði innanlands og utan. Evrópa er að stórum hluta orðið eitt atvinnusvæði og ungt fólk sem er að ljúka námi vill eiga möguleika á að starfa og búa víðs vegar um heiminn, öðlast fjölþætta reynslu, læra nýja siði og venjur sem síðan auðga samfélag þeirra.

Tækniskólinn vill veita nemendum sínum möguleika á að kynnast straumum og stefnum erlendis, gefa þeim tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og að öðlast innsýn í hugsunarhátt og starfsaðferðir erlendra fagaðila til að veita þeim sem mesta möguleika í námi og starfi í framtíðinni.

Markmið:

Tækniskólinn stefnir að því að auka hlut sinn í evrópsku samstarfi m.a. til að nemendur og starfsmenn eigi þess kost að heimsækja erlenda skóla og fyrirtæki og stunda þar nám og starfsnám.

Lögð skal áhersla á gagnkvæmar heimsóknir, jafnframt því að gefa nemendum og starfsmönnum kost á að fara í skólaheimsóknir.

Tækniskólinn tekur einnig á móti erlendum nemendum og skólafólki.

Aðgerðir og leiðir til árangurs:

Stýrihópur um alþjóðamál skal vera starfandi.  Í honum eiga sæti aðstoðarskólameistari, rekstrar- og fjármálastjóri auk alþjóðafulltrúa.

Alþjóðafulltrúi starfar við skólann og hefur það hlutverk að aðstoða nemendur og starfsmenn við allt sem tengist námsferðum

  • Sækja um styrki til að tryggja fjármagn
  • Finna skóla og fyrirtæki sem henta
  • Undirbúa ferðir, sjá til þess að pappírar séu rétt útfylltir og öllum formsatriðum sé fullnægt 
  • Eftirfylgni með styrkþegum, bæði erlendis og þegar heim er komið

Skólinn kemur til móts við nemendur og starfsmenn með því að gera þeim kleift að fara í ferðir á vinnutíma/skólatíma þar sem því er við komið. Þannig er hægt að heimsækja skóla og stofnanir á þeim tíma sem mest er um að vera þar.


Alþjóðastefna Tækniskólans 


Á döfinni

(Hoppa yfir dagatalið)
Apríl 2017
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5
miðvikudagur
6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26
miðvikudagur
27 28 29
30            
 

Á döfinni

01.05.2017 Atburðir 1. maí - Verkalýðsdagurinn

Skólinn lokaður - engin kennsla.

02.05.2017, kl. 10:30 - 12:00 Atburðir Aðstoð í grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina

Eldri nemendur aðstoða nema í grunnnámi upplýsinga og fjölmiðlagreina í stofu 631.

12.05.2017 - 17.05.2017 Atburðir Próf samkvæmt próftöflu 12.-17. maí

Próf hefjast samkvæmt próftöflu 12. maí. Próftafla er í Innu á sömu síðu og stundataflan.

18.05.2017 Atburðir Sjúkrapróf 18. maí

Sjúkrapróf verða fimmtudaginn 18. maí kl. 8:30.

19.05.2017 Atburðir Prófsýning og afhending einkunna

Afhending einkunna og prófsýning er föstudaginn 19. maí.

Útlit síðu:

This website is built with Eplica CMS