Fréttir forsíða

Sigurvegari keppninar, Edda Heiðrún Úlfarsdóttir með módeli sínu.

Stórglæsileg hársýning - 20/10/16

Sýning útskriftarnemenda hársnyrtibrautar, sem haldin var í 16. skipti, var stórglæsileg og heppnaðist í alla staði mjög vel. Nemendur áttu ómetanlega samvinnu við aðra nemendur og starfsfólk í skólanum og við atvinnulífið í gegnum meistarana sína. Húsfyllir var og einstök stemning.

Lesa meira
Mynd af plaggati heilsuvikunnar október 2016.

Heilsuvika 14. til 20. október - 12/10/16

Heilsuvika Tækniskólans 14.- 20 október með frábærri dagskrá.
Nemendur fá frí í tíma gegn því að mæta á viðburði en skráning er nauðsynleg til að geta tekið þátt. 
Skráning á viðburði fer fram hér. 

Lesa meira
Merki - Boxið framkvæmdakeppni framhaldsskólanna.

BOXIÐ - forkeppni Tækniskólans - 17/10/16

Næstkomandi fimmtudag – 20. október – mun Tækniskólinn standa fyrir forkeppni vegna þátttöku skólans í framkvæmdakeppni framhaldsskólanna Boxið. 
Skráningu liða verður að skila inn í tölvupósti á netfangið osj@tskoli.is fyrir kl. 15:00 – miðvikudaginn 19. október

Lesa meira
Hársnyrtibraut-útskrift-H2016-auglýsing

Útskriftarsýning hársnyrtinema 19. október - 13/10/16

Frítt inn á sýninguna sem er miðvikudaginn 19. október í Vörðuskóla og hefst kl. 20:00. Allir velkomnir.

Lesa meira
Aukatímar í stærðfræði á laugardögum.

Jafningjafræðsla og aukatímar í stærðfræði - 13/10/16

Boðið er upp á jafningjafræðslu í stærðfræði í námsverinu á Skólavörðuholti og aukatíma í stærðfræði á laugardögum, kl. 10:30 til 12:30 í stofu 303 á Skólavörðuholti.

Lesa meira

Skoða eldri fréttir


Atvinnulíf

Atvinnulíf

Nemendur í verk- og iðnnámi eru hvattir til þess að kynna sér þjónustu atvinnulífstengils.

Ólafur Sveinn Jóhannesson er atvinnulífstengill við skólann og deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar, en Tækniskólinn er eini framhaldsskólinn á landinu sem býður uppá þjónustu atvinnulífstengils.

Fréttir og tilkynningar úr atvinnulífinu sem tengjast verknámi:

Radiomiðun leitar að nema í rafeindavirkjun


Starfslýsing: starfið felst í uppsetningu og viðhaldi á fjarskipta og tölvubúnaði, ásamt þjónustu við netkerfi, sjónvarpskerfi, símstöðvar, póstþjóna og aðrar lausnir sem Radiomiðun sér um rekstur á um borð í skipum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Brynhildur Halldórsdóttir í gegnum tölvupóst brynhildur@siminn.is eða síma 865 2156

VHE óskar eftir nemum í smiðju og á renniverkstæði


Merki VHE

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Inga Blandon í gegnum tölvupóst gudrun@vhe eða síma 782 1030

Stjörnustál óskar eftir nemum til vinnu

Merki StjörnustálsVinna með námi eða hlutastarf er í boði. Um er að ræða vinnu í málmsmíði og ýmsum viðgerðum. Hentar vel fyrir nema í grunndeild málmiðna og/eða sambærilegu námi.

Nánari upplýsingar veita Grétar í gegnum tölvupóst umsokn@stjornustal.is eða síma 692 8091


Námssamningar

Aðstoð við verknám


Áfallahjálp

Alþjóðasamstarf

Tækniskólinn og alþjóðlegt samstarf


Möguleiki á að sækja menntun og starfsnám erlendis

Tækniskólinn sækir árlega um Erasmums+ styrk til að gefa nemendum sínum og starfsmönnum möguleika á að sækja sér menntun og fræðslu út fyrir landssteinana. Styrkurinn hefur t.d. gert nemendum kleift að fara í náms- og kynnisferðir með kennurum og gefið þeim tækifæri til að vinna hluta af – eða allt – starfsnám sitt til sveisprófs hjá fyrirtækjum erlendis.

Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlun ESB er stærsta menntaáætlun í heiminum. Rannís hýsir menntahluta Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og úthlutar árlega tæplega 800 milljónum úr áætluninni til verkefna á því sviði.

Vorið 2016 fengu nemendur á Hönnunarbraut Erasmus+ styrk til að fara í námsferð til Danmerkur og nemendur Skipstjórnarskólans fengu styrk frá Nordplus til að fara til Noregs. Afrakstur ferðanna má sjá hér:

Hönnunarnemar í Danmörku
Skipstjórnarnemar í Noregi

VET mobility - merkiðVottun og viðurkenning fyrir gott alþjóðlegt samstarf

Verkefni Tækniskólans sem unnið var á árunum 2014-16 fékk mjög góða umsögn og verður merkt sem best practice í  evrópskum gagnagrunni fyrir Erasmus+ verkefnin. 

Árið 2015 var alþjóðastarf Tækniskólans gæðavottað af Landskrifstofu Erasmus+. (VET Mobility Charter) Með útgáfu vottunarinnar viðurkennir Landskrifstofa Erasmus+ hæfni Tækniskólans til að skipuleggja og framkvæma góð náms- og þjálfunarverkefni fyrir nemendur og starfsmenn en gerð er krafa um mikil gæði verkefna þeirra aðila sem fá vottun. Einnig er mikilvægt að stofnunin framfylgi stefnumótun um alþjóðasamstarf en Tækniskólinn hefur birt alþjóðastefnu sína á vefsíðu um alþjóðamál. Þessi VET Mobility Charter vottun og góð styrkúthlutun Erasmus+ styrkir menntun og möguleika nemenda og starfsfólks skólans og er sterkur jákvæður innblástur í skólastarfið.

Tækniskólinn styrkir stöðu sína í alþjóðlegu samstarfi

Merki Erasmus+Evrópusambandið mun gefa út lista yfir vottaðar stofnanir í þátttökulöndum Erasmus+ og kynna þær sérstaklega. Markmiðið er að að styrkja stöðu þessara stofnana í alþjóðlegu samstarfi og að kynna aðila sem hafa sýnt fram á árangursríkt starf á sviði Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefna.

Styrkúthlutun til Tækniskólans

Í júní sl. fékk Tækniskólinn einn af hæstu styrkjum Erasmus+ sem úthlutað var til skóla á Íslandi 2016, 227.110 evrur.

Varðandi umsóknir um verkefni og styrki þá veitir Ingibjörg Rögnvaldsdóttir deildarstjóri Upplýsingamiðstöðvar og alþjóðafulltrúi Tæknskólans aðstoð og upplýsingar.

 
Á döfinni

(Hoppa yfir dagatalið)
Október 2016
S M Þ M F F L
            1
2 3 4
þriðjudagur
5
miðvikudagur
6 7 8
9 10 11
þriðjudagur
12
miðvikudagur
13 14 15
16 17 18 19 20 21
föstudagur
22
23 24 25
þriðjudagur
26
miðvikudagur
27 28 29
30 31          
 

Á döfinni

21.10.2016 Atburðir Vetrarfrí

Engin kennsla og skólinn er lokaður í vetrarfríinu föstudaginn 21. október.

24.10.2016, kl. 12:30 - 16:00 Atburðir Karladagar í hársnyrtideildinni á Skólavörðuholti

Allir karlar velkomnir í klippingu þessa daga.  Fyrstur kemur, fyrstur fær, afgreitt eftir númerum.  

24.10.2016 - 27.10.2016 Atburðir Mentor Raftækniskólans

Mentor - aukatímar fyrir rafiðnaðarnema í sal Raftækniskólans. Eldri nemar aðstoða.

27.10.2016, kl. 8:10 - 12:00 Atburðir Stofudagar hársnyrtideildar á Skólavörðuholti

Allir velkomnir í hársnyrtingu þessa daga gegn vægu gjaldi. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Afgreitt eftir númerum.

27.10.2016, kl. 13:10 - 14:30 Atburðir Aðstoð í grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina

Eldri nemendur aðstoða nema í grunnnámi upplýsinga og fjölmiðlagreina í stofu 631.

Námskeið / námsleiðir

Skemmtibátanámskeið - fjarnám

17. október - 26. nóvember 2016

Photoshop grunnnámskeið

19. - 31. október 2016

Landslag - málun og skissuvinna

24. október - 2. nóvember 2016

Forritun í C#

24. október - 2. nóvember 2016


Útlit síðu:

This website is built with Eplica CMS