Fréttir forsíða

Þór Pálsson

Þór Pálsson nýr aðstoðarskólameistari - 26/1/15

Þór Pálsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði hefur verið ráðinn aðstoðarskólameistari Tækniskólans. Þór tekur formlega til starfa í vor.

Lesa meira
Nemendur munu fá Office pakkann frítt.

Microsoft Office frítt - 22/1/15

Vegna samstarfs Tækniskólans og Microsoft, er Tækniskólanum ljúft að kynna að allir skráðir nemendur Tækniskólans geta fengið Microsoft Office pakkann frítt.

Lesa meira
Líffræðitími í Tæknimenntaskólanum

Jöfnunarstyrkur - 16/1/15

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? 
Kynntu þér námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á lin.is 

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk.

Lesa meira
Bóndadagur á Háteigsvegi 23. janúar 2015

Haldið upp á bóndadaginn á Háteigsvegi - 23/1/15

Í dag er fyrsti dagur þorra, bóndadagur, og af því tilefni var boðið upp á þorramat o.fl. í föstudagskaffinu á Háteigsvegi.

Lesa meira

Skoða eldri fréttir


Atvinnulífstengill

Velkomin á vefsvæði atvinnulífstengils

Nemendur í verk- og iðnnámi eru hvattir til þess að kynna sér þjónustu atvinnulífstengils.

Ólafur Sveinn Jóhannesson er atvinnulífstengill við skólann, en Tækniskólinn er eini framhaldsskólinn á landinu sem býður uppá slíka þjónustu við nemendur.

Hlutverk atvinnulífstengils er m.a. að efla tengsl atvinnulífs og skóla með frekara samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.

Þjónusta við nemendur

  •   Öflun námssamnings 
  •   Gerð ferilskráa eða CV
  •   Undirbúningur fyrir atvinnuviðtal
  •   Aðgangur að gagnagrunni Iðnmeistara

Atvinnulífstengill veitir allar þær upplýsingar sem nemendur þurfa á að halda, varðandi lög og reglugerðir námssamninga.

Nýtt í boði

Boðið verður uppá fyrirlestra og kynningar frá ýmsum fyrirtækjum í vetur, sem liður í undirbúningi nemenda fyrir námssamning.

Heimasíða til að komast á námssamning -  www.verknam.is 

IÐAN fræðslusetur hefur sett á laggirnar nýja heimasíðu – www.verknam.is – þar sem nemendur og fyrirtæki geta miðlað upplýsingum sín á milli þ.e.a.s. iðnmeistarar í leit að nema setja þar upp auglýsingar og nemar í leit að námssamning geta gert slíkt hið sama.


Verknám Viðtalstímar Námssamningar

Lesa meira


Á döfinni

29.01.2015, kl. 12:35 Atburðir Stofudagar Hársnyrtiskólans

Allir velkomnir í hársnyrtingu þessa daga gegn vægu gjaldi. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Afgreitt eftir númerum. 

31.01.2015, kl. 10:30 - 12:30 Atburðir Vinnustofa í stærðfræði dagskóla

Aukatímar í stærðfræði (allir áfangar dagskóla) í stofu 304 Skólavörðuholti.

02.02.2015, kl. 8:10 Atburðir Karladagar í Hársnyrtiskólanum

Allir velkomnir í klippingu þessa daga, þunnhærðir, sköllóttir, síðhærðir og allt þar á milli.  Fyrstur kemur, fyrstur fær. 

04.02.2015, kl. 8:10 Atburðir Stofudagar Hársnyrtiskólans

Allir velkomnir í hársnyrtingu þessa daga gegn vægu gjaldi. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Afgreitt eftir númerum. 

Námskeið / námsleiðir

Forritun í C#

3. - 14. febrúar 2015

Trésmíði fyrir konur

9. - 26. febrúar 2015

Hannað og smíðað

10. febrúar - 3. mars 2015

Póstlisti Endurmenntunarskólans

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu reglulegar fréttir af skemmtilegum og áhugaverðum námskeiðum.


Útlit síðu: