Fréttir forsíða

Prófatími - bækur - lyklaborð.

Lokapróf haustannar 2016 - 30/11/16

Vikuna 9. - 14. desember eru próf samkvæmt próftöflu. 
Nemendur geta skoðað eigin próftöflu í Innu.
Upplýsingar um sjúkrapróf, lengri próftíma og prófareglur eru í frétt.

Lesa meira
Hljóðtækni og kvikmyndatækni á tónleikum.

Hljóðtækni og kvikmyndatækni bjóða á tónleika - 1/12/16

Nemendur í hljóðtækni og kvikmyndatækni Tækniskólans og Sýrlands munu standa fyrir tónleikaröð.
Tónleikarnir verða vikuna 5.- 9. desember í Vatnagörðum 4, húsakynnum Sýrlands og hefjast kl. 19:30 á mánudag en kl. 20:00 aðra daga.  
Allir velkomnir.

Lesa meira
Húsgögn á sölusýningu í Tækniskólanum.

Húsgögn til sýnis og sölu - 1/12/16

Til sýnis og sölu eru húsgögn, sem nemendur hafa gert upp. 
Sýningin er á annarri hæð ofan við aðalinnganginn á aðalbyggingu Tækniskólans á Skólavörðuholti.
Allir velkomnir - opið á skólatíma.

Lesa meira
Útsýnið frá bókasafninu Skólavörðuholti.

Könnun um jafnréttismál - 28/11/16

Nemendur eru hvattir til að taka þátt í könnun á Innu

Á Innu eru fimm spurningar um jafnrétti í Tækniskólanum.

Nú geta nemendur notað tækifærið og sagt sína skoðun!

Lesa meira
Frá útskrift Tækniskólans í Silfurbergi Hörpu í desember 3013.

Útskrift Tækniskólans 21. desember - 22/11/16

Útskriftarathöfn Tækniskólans verður miðvikudaginn 21. desember í Silfurbergi Hörpu. 
Útskrift verður tvískipt:
framhaldsskólastigið kl. 13:00
Meistaraskólinn, Flugskólinn og hljóðtækni kl. 16:00

Lesa meira

Skoða eldri fréttir


Atvinnulíf

Atvinnulíf

Nemendur í verk- og iðnnámi eru hvattir til þess að kynna sér þjónustu atvinnulífstengils.

Ólafur Sveinn Jóhannesson er atvinnulífstengill við skólann og deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar, en Tækniskólinn er eini framhaldsskólinn á landinu sem býður uppá þjónustu atvinnulífstengils.

Fréttir og tilkynningar úr atvinnulífinu sem tengjast verknámi:

Veitur auglýsa eftir nemum:

Auglýsing Veitna eftir vélvirkjanemum. Velkomin í draumaland vélvirkjans
Viltu komast á samning hjá okkur?

Við leitum að tveimur jákvæðum og námsfúsum vélvirkjanemum sem eru búnir með grunndeild og langar til að kynnast stærsta veitukerfi landsins og halda viðskiptavinum okkar á höfuðborgarsvæðinu í sambandi alla daga.

Við bjóðum upp á metnaðarfulla nemaþjálfun þar sem þú getur klárað allt starfsnám á einum stað og fengið góðan undirbúning fyrir sveinspróf.Fjölbreytt úrlausnarefni. 

Hjá okkur kynnist þú fjölbreyttri starfsemi og verkefnum; hvernig heitu vatni er dælt úr borholum, úrgangur hreinsaður í fráveitu og köldu vatni dreift – svo nokkuð sé nefnt.
Þú færð skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með reynslumiklu fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.

Við tökum jafnréttið alvarlega.
Að jafnaði höfum við tvo vélvirkjanema í starfsnámi, sinn af hvoru kyni.
Því hvetjum við jafnt stúlkur sem pilta til að sækja um og kynna sér nám í vélvirkjun.
Ef þú vilt sækja um starfsnám ferðu á starf.or.is/veitur/ og fyllir út umsókn. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ernstsdóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@veitur.is.
Kynntu þér Veitur á veitur.is og á Facebook


Radiomiðun leitar að nema í rafeindavirkjun


Starfslýsing: starfið felst í uppsetningu og viðhaldi á fjarskipta og tölvubúnaði, ásamt þjónustu við netkerfi, sjónvarpskerfi, símstöðvar, póstþjóna og aðrar lausnir sem Radiomiðun sér um rekstur á um borð í skipum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Brynhildur Halldórsdóttir í gegnum tölvupóst brynhildur@siminn.is eða síma 865 2156

VHE óskar eftir nemum í smiðju og á renniverkstæði


Merki VHE

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Inga Blandon í gegnum tölvupóst gudrun@vhe eða síma 782 1030

Stjörnustál óskar eftir nemum til vinnu

Merki StjörnustálsVinna með námi eða hlutastarf er í boði. Um er að ræða vinnu í málmsmíði og ýmsum viðgerðum. Hentar vel fyrir nema í grunndeild málmiðna og/eða sambærilegu námi.

Nánari upplýsingar veita Grétar í gegnum tölvupóst umsokn@stjornustal.is eða síma 692 8091


Námssamningar

Aðstoð við verknám


Áfallahjálp

Alþjóðasamstarf

Tækniskólinn og alþjóðlegt samstarf


Möguleiki á að sækja menntun og starfsnám erlendis

Tækniskólinn sækir árlega um Erasmums+ styrk til að gefa nemendum sínum og starfsmönnum möguleika á að sækja sér menntun og fræðslu út fyrir landssteinana. Styrkurinn hefur t.d. gert nemendum kleift að fara í náms- og kynnisferðir með kennurum og gefið þeim tækifæri til að vinna hluta af – eða allt – starfsnám sitt til sveisprófs hjá fyrirtækjum erlendis.

Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlun ESB er stærsta menntaáætlun í heiminum. Rannís hýsir menntahluta Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og úthlutar árlega tæplega 800 milljónum úr áætluninni til verkefna á því sviði.

Vorið 2016 fengu nemendur á Hönnunarbraut Erasmus+ styrk til að fara í námsferð til Danmerkur og nemendur Skipstjórnarskólans fengu styrk frá Nordplus til að fara til Noregs. Afrakstur ferðanna má sjá hér:

Hönnunarnemar í Danmörku
Skipstjórnarnemar í Noregi

VET mobility - merkiðVottun og viðurkenning fyrir gott alþjóðlegt samstarf

Verkefni Tækniskólans sem unnið var á árunum 2014-16 fékk mjög góða umsögn og verður merkt sem best practice í  evrópskum gagnagrunni fyrir Erasmus+ verkefnin. 

Árið 2015 var alþjóðastarf Tækniskólans gæðavottað af Landskrifstofu Erasmus+. (VET Mobility Charter) Með útgáfu vottunarinnar viðurkennir Landskrifstofa Erasmus+ hæfni Tækniskólans til að skipuleggja og framkvæma góð náms- og þjálfunarverkefni fyrir nemendur og starfsmenn en gerð er krafa um mikil gæði verkefna þeirra aðila sem fá vottun. Einnig er mikilvægt að stofnunin framfylgi stefnumótun um alþjóðasamstarf en Tækniskólinn hefur birt alþjóðastefnu sína á vefsíðu um alþjóðamál. Þessi VET Mobility Charter vottun og góð styrkúthlutun Erasmus+ styrkir menntun og möguleika nemenda og starfsfólks skólans og er sterkur jákvæður innblástur í skólastarfið.

Tækniskólinn styrkir stöðu sína í alþjóðlegu samstarfi

Merki Erasmus+Evrópusambandið mun gefa út lista yfir vottaðar stofnanir í þátttökulöndum Erasmus+ og kynna þær sérstaklega. Markmiðið er að að styrkja stöðu þessara stofnana í alþjóðlegu samstarfi og að kynna aðila sem hafa sýnt fram á árangursríkt starf á sviði Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefna.

Styrkúthlutun til Tækniskólans

Í júní sl. fékk Tækniskólinn einn af hæstu styrkjum Erasmus+ sem úthlutað var til skóla á Íslandi 2016, 227.110 evrur.

Varðandi umsóknir um verkefni og styrki þá veitir Ingibjörg Rögnvaldsdóttir deildarstjóri Upplýsingamiðstöðvar og alþjóðafulltrúi Tæknskólans aðstoð og upplýsingar.

 

Á döfinni

09.12.2016 - 14.12.2016 Atburðir Próf samkvæmt próftöflu 9. - 14. desember

Próf hefjast samkvæmt próftöflu 9. des. Próftafla er í Innu á sömu síðu og stundataflan.

15.12.2016, kl. 8:30 Atburðir Sjúkrapróf 15. desember

Sjúkrapróf verða fimmtudaginn 15. desember kl. 8:30.

16.12.2016 Atburðir Prófsýning og afhending einkunna

Afhending einkunna og prófsýning er föstudaginn 16. desember.

21.12.2016, kl. 13:00 Atburðir Útskrift Tækniskólans í Silfubergi Hörpu

Útskrift verður tvískipt:
kl. 13:00 framhaldsskólastigið 
kl. 16:00 Meistaraskólinn, Flugskólinn og hljóðtækni 

23.12.2016 - 02.01.2017 Atburðir Afgreiðslutími yfir jólahátíðina

Afgreiðslutími virka daga til áramóta

Afgreiðslutími yfir jólahátíðina verður misjafn í húsum Tækniskólans. 

Útlit síðu:

This website is built with Eplica CMS