Fréttir forsíða

Útskrift hjá Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins - 21/12/14

Útskrift úr dagskóla Tækniskólans og Tækniakademíunni fór fram nú 20. desember og voru útskrifaðir um 180 nemendur frá flestum námsbrautum skólans. Athöfnin fór fram í Silfurbergi í Hörpu. 

Um útskrift og ræðu Baldurs skólameistar var fjallað á mbl.is.

Lesa meira

Gjafabréf - 15/12/14

Hagnýt og skemmtileg jólagjöf!
Gjafabréf Endurmenntunarskólans getur hljóðað upp á ákveðið námskeið eða upphæð að eigin vali sem hægt er að nota sem innborgun inn á námskeið.
Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi!

Lesa meira
Turninn á húsi Tækniskólans Skólavörðuholti.

Aðstoðarskólameistari óskast - 12/12/14

Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara. Hann tekur virkan þátt í daglegum rekstri skólans, auk þess að hafa umsjón með námsstjórn.
Um er að ræða nýja stöðu en hingað til hafa tveir skólameistarar starfað við Tækniskólann.
Nánari upplýsingar og starfslýsing í frétt.

Lesa meira
Hús Tækniskólans Skólavörðuholti.

Eðlisfræðikennari og skólaliði óskast  - 12/12/14

Óskað er eftir eðlisfræðikennara til starfa við Tæknimenntaskólann í hálfa til eina stöðu á vorönn 2015. Einnig er laus staða skólaliða en starf hans er fjölbreytt þjónusta við nemendur og starfsfólk skólans.

Lesa meira

Skoða eldri fréttir


Atvinnulífstengill

Velkomin á vefsvæði atvinnulífstengils

Nemendur í verk- og iðnnámi eru hvattir til þess að kynna sér þjónustu atvinnulífstengils.

Ólafur Sveinn Jóhannesson er atvinnulífstengill við skólann, en Tækniskólinn er eini framhaldsskólinn á landinu sem býður uppá slíka þjónustu við nemendur.

Hlutverk atvinnulífstengils er m.a. að efla tengsl atvinnulífs og skóla með frekara samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.

Þjónusta við nemendur

  •   Öflun námssamnings 
  •   Gerð ferilskráa eða CV
  •   Undirbúningur fyrir atvinnuviðtal
  •   Aðgangur að gagnagrunni Iðnmeistara

Atvinnulífstengill veitir allar þær upplýsingar sem nemendur þurfa á að halda, varðandi lög og reglugerðir námssamninga.

Nýtt í boði

Boðið verður uppá fyrirlestra og kynningar frá ýmsum fyrirtækjum í vetur, sem liður í undirbúningi nemenda fyrir námssamning.

Heimasíða til að komast á námssamning -  www.verknam.is 

IÐAN fræðslusetur hefur sett á laggirnar nýja heimasíðu – www.verknam.is – þar sem nemendur og fyrirtæki geta miðlað upplýsingum sín á milli þ.e.a.s. iðnmeistarar í leit að nema setja þar upp auglýsingar og nemar í leit að námssamning geta gert slíkt hið sama.


Verknám Viðtalstímar Námssamningar

Lesa meira


Á döfinni

20.12.2014 - 31.12.2014 Atburðir Opnunartími til áramóta

Skrifstofa:kl.8-15. Bókasafn Skólavörðuholti: kl 8:10-16. Bókasafn Háteigsvegi: kl. 8:10-16. Lokað á Háteigsvegi frá 20. desember. 

08.01.2015 Atburðir Fyrsti kennsludagur vorönn 2015

Kennsla hefst skv. stundaskrá.

Námskeið / námsleiðir

Gjafabréf Endurmenntunarskóla Tækniskólans

Gefðu skemmtilega jólagjöf

Málmsuða grunnur

12. - 14. janúar 2015

Silfursmíði fyrir byrjendur og lengra komna

12. jan. - 2. mars 2015 | 14. jan. - 4. mars 2015 | 3. feb. - 24. mars 2015

Saumanámskeið fyrir byrjendur

12. janúar - 16. febrúar 2015 | 13. janúar - 17. febrúar 2015


Gítarsmíði - viltu smíða rafmagnsgítar?

22. janúar - 16. apríl 2015


Útlit síðu: