Fréttir forsíða

Garðaskóli í námskynningu í Tækniskólanum.

Kynning fyrir Garðaskóla og GERT - verkefnið - 20/1/17

Tækniskólinn bauð tæplega 160 nemendum í 10 bekk  í Garðaskóla í Garðabæ að koma og kynna sér námsframboð. 
Námskynningin var liður í GERT verkefninu sem er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarráðuneytisins

Lesa meira
Hús Tækniskólans Skólavörðuholti.

Viðurkenning sem framhaldsfræðsluaðili - 16/1/17

Menntamálastofnun hefur samþykkt umsókn Tækniskólans um að gerast fræðsluaðili. Skólinn fagnar þessari niðurstöðu og mun í framhaldinu þróa námsleiðir fyrir þann markhóp sem framhaldsfræðslan sinnir.

Lesa meira
Skyndihjálp - Getur þú hjálpað?

Áfangi í skyndihjálp - 9/1/17

Boðið er upp á skyndihjálp sem er ein eining, og er kennd á tveimur dögum í 12 klukkustundir samtals.Til að skrá sig þarf nemandi að biðja skólastjóra sinn eða námsráðgjafa að gera töflubreytingu

Lesa meira
Myndabók frá útskrift Tækniskólans í desember 2016.

Myndabók og myndir frá útskrift - 10/1/17

Anna Fjóla Gísladóttir, ljósmyndari og kennari í Tækniskólanum, tók myndir við útskriftarathöfn Tækniskólans í desember 2016. Hægt er að panta  myndabók og myndir  hjá Önnu Fjólu.

Lesa meira
Umfjöllun um K2- námsleiðina í Fréttatímanum 6. janúar 2017.

Góð umfjöllun um nám og námskeið - 6/1/17

Tækniskólinn var áberandi í blöðunum þann 6. janúar þar sem fjallað var um nám og námskeið.
Frábær viðtöl við kennara skólans og skemmtileg umfjöllun um námsleiðir og námskeið sem í boði eru. 

Tækniskólinn var framúrskarandi í blöðunum þennan dag.

Lesa meira

Skoða eldri fréttir


Atvinnulíf

Atvinnulíf

Nemendur í verk- og iðnnámi eru hvattir til þess að kynna sér þjónustu atvinnulífstengils.

Ólafur Sveinn Jóhannesson er atvinnulífstengill við skólann og deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar, en Tækniskólinn er eini framhaldsskólinn á landinu sem býður uppá þjónustu atvinnulífstengils.

Fréttir og tilkynningar úr atvinnulífinu sem tengjast verknámi:

Veitur auglýsa eftir nemum:

Auglýsing Veitna eftir vélvirkjanemum. Velkomin í draumaland vélvirkjans
Viltu komast á samning hjá okkur?

Við leitum að tveimur jákvæðum og námsfúsum vélvirkjanemum sem eru búnir með grunndeild og langar til að kynnast stærsta veitukerfi landsins og halda viðskiptavinum okkar á höfuðborgarsvæðinu í sambandi alla daga.

Við bjóðum upp á metnaðarfulla nemaþjálfun þar sem þú getur klárað allt starfsnám á einum stað og fengið góðan undirbúning fyrir sveinspróf.Fjölbreytt úrlausnarefni. 

Hjá okkur kynnist þú fjölbreyttri starfsemi og verkefnum; hvernig heitu vatni er dælt úr borholum, úrgangur hreinsaður í fráveitu og köldu vatni dreift – svo nokkuð sé nefnt.
Þú færð skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með reynslumiklu fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.

Við tökum jafnréttið alvarlega.
Að jafnaði höfum við tvo vélvirkjanema í starfsnámi, sinn af hvoru kyni.
Því hvetjum við jafnt stúlkur sem pilta til að sækja um og kynna sér nám í vélvirkjun.
Ef þú vilt sækja um starfsnám ferðu á starf.or.is/veitur/ og fyllir út umsókn. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ernstsdóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@veitur.is.
Kynntu þér Veitur á veitur.is og á Facebook


Radiomiðun leitar að nema í rafeindavirkjun


Starfslýsing: starfið felst í uppsetningu og viðhaldi á fjarskipta og tölvubúnaði, ásamt þjónustu við netkerfi, sjónvarpskerfi, símstöðvar, póstþjóna og aðrar lausnir sem Radiomiðun sér um rekstur á um borð í skipum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Brynhildur Halldórsdóttir í gegnum tölvupóst brynhildur@siminn.is eða síma 865 2156

VHE óskar eftir nemum í smiðju og á renniverkstæði


Merki VHE

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Inga Blandon í gegnum tölvupóst gudrun@vhe eða síma 782 1030

Stjörnustál óskar eftir nemum til vinnu

Merki StjörnustálsVinna með námi eða hlutastarf er í boði. Um er að ræða vinnu í málmsmíði og ýmsum viðgerðum. Hentar vel fyrir nema í grunndeild málmiðna og/eða sambærilegu námi.

Nánari upplýsingar veita Grétar í gegnum tölvupóst umsokn@stjornustal.is eða síma 692 8091


Námssamningar

Aðstoð við verknám


Samstarf - alþjóðleg samskipti

Alþjóðleg samskipti

Nám og reynsla

Á hverju ári sendir Tækniskólinn nemendur og kennara til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum. Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og betri sýn á þau tækifæri sem bjóðast í tengslum við það. Ekki má heldur vanmeta reynsluna af því að búa og starfa á erlendri grund. Hver nemandi getur verið úti í 2 - 16 vikur eftir tilhögun og samkomulagi.

Umsóknarferli

Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, forstöðumaður upplýsingaseturs sér um alþjóðamál. Hún aðstoðar nemendur, kennara og aðra starfsmenn við að finna skóla og námskeið erlendis. Ingibjörg svarar einnig spurningum um starfsþjálfun utanlands og ferlið sem þarf að ganga í gegnum til að sækja um.

Ingibjörg Rögnvaldsdóttir
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir
ir@tskoli.is
sími: 514-9033
gsm: 695-1398

Stefna Tækniskólans í alþjóðamálum 

Tækniskólinn býður nemendum sínum upp á fyrsta flokks menntun sem nýtist þeim í atvinnulífinu, jafnt og til framhaldsnáms í fagskólum og háskólum, bæði innanlands og utan. Evrópa er að stórum hluta orðið eitt atvinnusvæði og ungt fólk sem er að ljúka námi vill eiga möguleika á að starfa og búa víðs vegar um heiminn, öðlast fjölþætta reynslu, læra nýja siði og venjur sem síðan auðga samfélag þeirra.

Tækniskólinn vill veita nemendum sínum möguleika á að kynnast straumum og stefnum erlendis, gefa þeim tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og að öðlast innsýn í hugsunarhátt og starfsaðferðir erlendra fagaðila til að veita þeim sem mesta möguleika í námi og starfi í framtíðinni.

Markmið:

Tækniskólinn stefnir að því að auka hlut sinn í evrópsku samstarfi m.a. til að nemendur og starfsmenn eigi þess kost að heimsækja erlenda skóla og fyrirtæki og stunda þar nám og starfsnám.

Lögð skal áhersla á gagnkvæmar heimsóknir, jafnframt því að gefa nemendum og starfsmönnum kost á að fara í skólaheimsóknir.

Tækniskólinn tekur einnig á móti erlendum nemendum og skólafólki.

Aðgerðir og leiðir til árangurs:

Stýrihópur um alþjóðamál skal vera starfandi.  Í honum eiga sæti aðstoðarskólameistari, rekstrar- og fjármálastjóri auk alþjóðafulltrúa.

Alþjóðafulltrúi starfar við skólann og hefur það hlutverk að aðstoða nemendur og starfsmenn við allt sem tengist námsferðum

  • Sækja um styrki til að tryggja fjármagn
  • Finna skóla og fyrirtæki sem henta
  • Undirbúa ferðir, sjá til þess að pappírar séu rétt útfylltir og öllum formsatriðum sé fullnægt 
  • Eftirfylgni með styrkþegum, bæði erlendis og þegar heim er komið

Skólinn kemur til móts við nemendur og starfsmenn með því að gera þeim kleift að fara í ferðir á vinnutíma/skólatíma þar sem því er við komið. Þannig er hægt að heimsækja skóla og stofnanir á þeim tíma sem mest er um að vera þar.


Alþjóðastefna Tækniskólans Á döfinni

02.03.2017 - 03.03.2017 Atburðir Kennslu- og miðannarmat

Kennslu- og miðannarmat í Tækniskólanum. Vinsamlegast fyllið út kennslumat á kennsluvef Innu.

13.03.2017 Atburðir Valdagur dagskólanema

Á valdegi staðfesta nemendur umsókn um skólavist á næstu önn.

25.03.2017 Atburðir Skrúfudagur 

Góð dagskrá og kynning á námi í höndum nemenda og kennara.

10.04.2017 - 19.04.2017 Atburðir Páskafrí 10. - 19. apríl

Páskafrí er frá og með 10. til og með 19. apríl.  

20.04.2017 - 21.04.2017 Atburðir Sumardagurinn fyrsti og vorfrí

Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 20. apríl og skólinn er lokaður.
Vorfrí er föstudaginn 21. apríl. 

Námskeið / námsleiðir

Lightroom myndvinnsla

25. janúar - 6. febrúar 2017

Gítarsmíði - viltu smíða rafmagnsgítar?

30. janúar - 27. apríl 2017

Olíumálun/litafræði fyrir byrjendur

30. janúar - 8. febrúar 2017

Smáskipavélavörður - vélgæsla

30. janúar - 10. febrúar 2017

Eldsmíði

4. - 18. febrúar 2017


Útlit síðu:

This website is built with Eplica CMS