Tungumál


Fréttir forsíða

Turninn á Tækniskólanum baðaður bleikri birtu.

Bleikur turn og bleik stjarna - 17/10/14

Í tilefni af bleikum október er "turninn" við Skólavörðuholt baðaður bleiku ljósi og efst á klukkuturninum á Háteigsvegi skín bleik stjarna 

Lesa meira
Boxið, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Hugsar þinn skóli út fyrir boxið? - 14/10/14

Boxið - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna fer fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 8. nóv. 

Ólafur Sveinn Jóhannesson, atvinnulífstengill  sér um skráningu og veitir nánari upplýsingar.Skráning er til miðnættis 23. október á: hr.is/boxid/skra-lid

Lesa meira
Aukatímar í stærðfræði á laugardögum.

Aukatímar í stærðfræði - 8/10/14

Aukatímar í stærðfræði (allir áfangar dagskóla) á laugardögum kl. 10:30 - 12:30  í stofu 304 Skólavörðuholti. 

Allir velkomnir - góðir kennarar á staðnum.

Lesa meira
Módel á útskriftarsýningu Hársnyrtiskólans október 2014.

Glæsileg hársýning - 14/10/14

Útskriftarnemendur Hársnyrtiskólans héldu sýningu þann 3. október sl. á Rúbin. Tólf nemendur stóðu að sýningunni sem var hin glæsilegasta, eins og sjá má á myndum í fréttinni.

Lesa meira

Skoða eldri fréttirAtvinnulífstengill

Aðstoð við nemendur í verknámi

Nemendur í verk- og iðnnámi eru hvattir til þess að kynna sér þjónustu atvinnulífstengils.

Ólafur Sveinn Jóhannesson er atvinnulífstengill við skólann, en Tækniskólinn er eini framhaldsskólinn á landinu sem býður uppá slíka þjónustu við nemendur.

Hlutverk atvinnulífstengils er m.a. að efla tengsl atvinnulífs og skóla með frekara samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.

Þjónusta við nemendur

  •   Öflun námssamnings 
  •   Gerð ferilskráa eða CV
  •   Undirbúningur fyrir atvinnuviðtal
  •   Aðgangur að gagnagrunni Iðnmeistara

Atvinnulífstengill veitir allar þær upplýsingar sem nemendur þurfa á að halda, varðandi lög og reglugerðir námssamninga.

Nýtt í boði

Boðið verður uppá fyrirlestra og kynningar frá ýmsum fyrirtækjum í vetur, sem liður í undirbúningi nemenda fyrir námssamning.

Heimasíða til að komast á námssamning -  www.verknam.is 

IÐAN fræðslusetur hefur sett á laggirnar nýja heimasíðu – www.verknam.is – þar sem nemendur og fyrirtæki geta miðlað upplýsingum sín á milli þ.e.a.s. iðnmeistarar í leit að nema setja þar upp auglýsingar og nemar í leit að námssamning geta gert slíkt hið sama.


Verknám Viðtalstímar Námssamningar

Lesa meira


Á döfinni

21.10.2014, kl. 8:10 - 11:55 Atburðir Karladagar í Hársnyrtiskólanum

Á karladögum eru allir karlar velkomnir í fría klippingu, þunnhærðir, sköllóttir, síðhærðir og allt þar á milli. Afgreitt er eftir númerum. 

23.10.201423:59 Atburðir Boxið, skráning í forkeppni 

Boxið, skráning í forkeppni lýkur á miðnætti. Ólafur Sveinn Jóhannesson, atvinnulífstengill, veitir nánari upplýsingar. 

24.10.2014, kl. 8:10 - 11:55 Atburðir Stofudagar Hársnyrtiskólans

Allir geta komið og fengið klippingu, litun o.fl. Afgreitt er eftir númerum.

Námskeið / námsleiðir

Póstlisti Endurmenntunarskólans

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu reglulegar fréttir af skemmtilegum og áhugaverðum námskeiðum.

Umbúðahönnun, form og grafík Nýtt!

16. október - 5. nóvember 2014


AutoCAD - fjarnám með fjórum staðbundum lotum

18. október - 8. nóvember 2014

iPad|iPhone grunnnámskeið

21. - 23. október 2014

Bókagerð - handgerðar bækur

22. - 29. október 2014


Námskeið / námsleiðir

Engin grein fannst.