fbpx
en
Menu
en

Meg­in­hlut­verk bóka­safnsins er að veita nem­endum og starfs­mönnum greiðan aðgang að upp­lýs­ingum og heim­ildum vegna náms og kennslu.

Allar kennslu­bækur sem eru á leslistum nem­enda eru til á bóka­safninu. Þær er hægt að fá lánaðar í kennslu­stund eða lesa á staðnum.

Les­stofur og tölvuver eru á bóka­söfn­unum auk aðstöðu til að prenta út og skanna inn. Þar er einnig hægt að nálgast prent­kort.

Þessa síðu má nota til að leita að gögnum á bóka­safni Tækni­skólans.

 

Opnunartími

Bókasafnið SkólavörðuholtiBókasafnið í Hafnarfirði 2. hæð er opið:
mánu­daga kl. 10:00–15:00
þriðjudaga til fimmtu­daga kl. 08:10–15:00
föstu­daga kl. 08:10–13:00
sími 514 9028

Bókasafnið á Háteigsvegi 4. hæð er opið:
mánu­daga 10:00–16:00
þriðjudaga-fimmtu­daga 08:10–16:00
föstu­daga 08:10–15:00
sími 514 9026

Bókasafnið á Skólavörðuholti 5. hæð er opið:
mánu­daga 10:00–16:00
þriðjudaga-fimmtu­daga 08:10–16:00
föstu­daga 08:10–15:00
sími 514 9021

 

Hlutverk og þjónusta

Meg­in­hlut­verk bóka­safnsins er að veita nem­endum og starfs­mönnum greiðan aðgang að upp­lýs­ingum og heim­ildum vegna náms og kennslu.

Á safninu er veitt fjölþætt og per­sónuleg þjón­usta og því er ætlað að styðja nám og kennslu við skólann:

  • fagleg upplýsingaþjónusta og leiðbeiningar við heimildaleit og upplýsingalæsi
  • úrvinnsla heimilda
  • útlán og námsaðstoð

Allar kennslu­bækur sem eru á leslistum nem­enda eru til á bóka­safninu. Þær er hægt að fá lánaðar í kennslu­stund eða lesa á staðnum. Kennslu­bækur eru ekki til heimaláns.

 

Lesstofur og tölvuver

Les­stofur og tölvuver eru á bóka­söfn­unum. Einnig er aðstaða til að prenta út og skanna inn.

Nem­endur geta sótt um raf­rænan aðgang að les­rými á Háteigs­vegi ef þeir vilja not­færa sér aðstöðuna eftir lokun bóka­safnsins.

 

Prent- og aðgangskort

Til að prenta og ljósrita í skólanum nota nemendur prentkort sem eru afhent á bókasafninu.

Prentkortin virka einnig sem aðgangskort sem nemendur þurfa að hafa á sér til að hafa aðang að skólahúsnæðinu og til að komast í læstar stofur til verk­efna­vinnu og á lesaðstöðu bóka­safns utan opnunartíma.

Kortin eru innifalin í skólagjöldum en það kostar 2.000 kr. að end­ur­nýja glatað kort.

Það er misjafnt eftir brautum hversu háa prentinneign nemendur fá en hún er a.m.k. 1.000 kr. Við prentun eða ljós­ritun er dregið frá inn­eign­inni:

  • A4 svart/hvítt kostar 10 kr.
  • A4 í lit kostar 20 kr.
  • A3 svart/hvítt kostar 20 kr.
  • A3 í lit kostar 40 kr.

Á síðu tölvuþjónustunnar má sjá leiðbeiningar um hvernig á að prenta út og tengja prentkortið við skólaaðgang.

 

Ritver

Boðið er upp á ritver á bóka­safninu á Skólavörðuholti og er það opið alla miðviku­daga frá kl. 10:00–14:00.

Í rit­verinu er boðið upp á aðstoð við ritgerðarskrif, heim­ilda­leit og heim­ilda­skrán­ingar. Auk þess er boðið upp á aðstoð við gerð kynn­ing­ar­bréfs og fer­il­skrár.

Umsjón­armaður rit­versins er Sif og má senda fyr­ir­spurnir um rit­verið á net­fangið [email protected].

 

Heimildavinna

Starfsfólk bókasafns getur aðstoðað nemendur með heimildavinnu og viljum við einnig benda á upplýsingasíðu á vef skólans þar sem finna má tengla á ýmis­legt sem getur komið að gagni við heim­ilda­leit, ritgerðarskrif og verk­efna­vinnu.