Tækniskólinn

Tækniskólinn

Tækniskólinn er einkarekinn skóli og er rekstrarfélagið í eigu aðila atvinnulífsins. Eigendur rekstrarfélagsins eru Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök íslenskra kaupskipaútgerða og Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík.

Tækniskólinn er með þjónustusamning við mennta- og menningarmálaráðuneytið og í honum koma fram markmið hans og skyldur.

Eitt af markmiðum Tækniskólans er að vinna náið með atvinnulífinu. Til að uppfylla það markmið starfa sérstök fagráð við hverja braut skólans þar sem saman koma fulltrúar atvinnurekenda, launþega og fagkennara í viðkomandi grein.

Hlutverk fagráðanna er m.a. að sjá til þess að skólinn og atvinnulífið gangi í takt og að þarfir atvinnulífsins speglist í kennslu og námsframboði skólans.