Tækniskólinn

Tækniskólinn er einkarekinn skóli og er rekstrarfélagið í eigu aðila atvinnulífsins. Eigendur rekstrarfélagsins eru Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök íslenskra kaupskipaútgerða og Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík.

Tækniskólinn er með skólasamning við mennta- og menningarmálaráðuneytið og í honum koma fram markmið hans og skyldur.