Véltækniskólinn

Þekking - færni - frumkvæði

Véltækniskólinn er öflugur skóli sem býður upp á vandað nám sem er í senn hátækni og handverk.
Nám í Véltækniskólanum hentar þeim sem hafa áhuga á vélum, rafmagni og flóknum tækjabúnaði. Námið gefur möguleika á vel launuðum störfum þar sem gert er ráð fyrir að viðkomandi geti unnið sjálfstætt og borið ábyrgð.

Aðstaða skólans

Dagnámskennsla í Véltækniskólanum í Reykjavík fer að mestu fram í Sjómannaskólanum Háteigsvegi, sjá grunnflatarmynd af húsnæði skólans, og í Hafnarfirði (Flatahrauni og Gjótuhrauni). Staðlotur (verklegar lotur) dreifnáms eru kenndar í Reykjavík.

Stúdentspróf

Nám til vélstjórnarréttinda C og D lýkur með stúdentsprófi. Fagnámi málm- og véltæknigreina lýkur ekki með stúdentsprófi en nemendur eiga kost á slíku viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi.


Hlífðarbúnaður og öryggismál

Nemendur sem hefja nám í Véltækniskólanum verða að koma með eigin öryggisskó, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem skylt er nota í verklegu námi skólans og við aðra vinnu þar sem kennarar krefjast þess að nemendur noti hlífðarbúnað. 

Einnig skal áréttað að nemendum er með öllu óheimilt að vinna við vélar og tæki nema í skipulögðum áföngum þar sem kennari er til staðar.

Störf að loknu námi

Vélstjórar og vélfræðingar starfa m.a. á skipum, í orkuverum og þar sem gerðar eru kröfur um víðtæka þekkingu á vél- og tæknibúnaði. Vélstjórnarnám veitir réttindi til atvinnu um allan heim á skipum af öllum stærðum og gerðum, við fiskveiðar, flutninga eða á stærstu farþegaskipum.

Menntun fagkennara

Kennarar í vélstjórnargreinum hafi:

  • kennsluréttindi.
  • lokið fyllstu vélstjórnarréttindum og séu vélfræðingar (VD, áður 4. stig).
  • hafi víðtæka reynslu sem vélstjórar.

Kennarar í fræðigreinum vélstjórnar hafi:

  • kennsluréttindi.
  • próf í tæknifræði, verkfræði eða vélfræði. 
  • reynslu á fræðasviðinu.

Kennarar í málm- og véltæknigreinum hafi:

  • kennsluréttindi 
  • iðnmeistararéttindi

Kennarar í almennum greinum hafi:

  • kennsluréttindi
  • háskólagráðu á sínu fagsviði.

Með þessum kröfum uppfyllir skólinn þau skilyrði um menntun kennara, sem koma fram í STCW samþykktum IMO, sjá STCW Code, section A-I/6 (útg. 2011)


Kynningarefni

Kynntu þér kynningarbækling skólans.


Nánari upplýsingar veitir

Jón Hjalti Ásmundsson, skólastjóri  
joh@tskoli.is 
gsm: 354 894 3834