Margmiðlunarskólinn, tveggja ára diplómanám

Nám í Margmiðlunarskólanum hentar þeim sem hafa áhuga á þrívíddarvinnslu, tæknibrellum fyrir kvikmyndir, tölvuleikjagerð og teiknimyndagerð. Allt þetta er hluti náms í margmiðlun. Í náminu er lögð mikil áhersla á hugmyndavinnu, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Skólinn leggur áherslu á að útskrifa nemendur með frjóa hugsun og vilja til að fara nýjar leiðir.
Nám í Margmiðlunarskólanum tekur tvö ár og útskrifast nemendur með diplóma. Möguleiki er á að taka viðbótarár við erlenda háskóla til BA gráðu.

Samstarfsfyrirtækin

Margmiðlunarskólinn vinnur náið með stórum fyrirtækjum við að þróa námið og einnig koma gestafyrirlesarar frá fyrirtækjunum. Sem dæmi um fyrirtæki sem skólinn starfar með má nefna CCP, Caoz, RVX, ReykjavíkIO o.fl.

Skólastjóri Margmiðlunarskólans er:

Áslaug Maack Pétursdóttir netfang: amp@tskoli.is s. 514 9601

Margmiðlunarskólinn er í Sjómannaskólahúsinu, húsi Tækniskólans á Háteigsvegi.

Sjómannaskólinn við Háteigsveg