Handverksskólinn - hár, gull, föt

Nám í Handverksskólanum 

Námið nýtist vel bæði sem undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi eða sem fullgild menntun í löggiltum iðngreinum. 

Fataiðnbrautin undirbýr nemendur fyrir störf tengd fataiðnaði, sveinspróf í kjólasaumi og klæðskurði eða áframhaldandi nám í sérgreinum tengdum fataiðn og fatahönnun. 

Gull- og silfursmíðabrautin er eina brautin á Íslandi sem undirbýr nemendur fyrir sveinspróf í gull- og silfursmíði.

Hársnyrtibrautin undirbýr nemendur fyrir störf í hársnyrtiiðnaði og sveinspróf í hársnyrtingu.

Sköpun, kraftur, metnaður, lífsstíll

Það gefur auga leið að fjölbreytnin er mikil og nauðsynlegt að vera vakandi fyrir nýjungum og finna lausnir sem henta ólíkum einstaklingum og aðstæðum. Til þess að vaxa við þær aðstæður þarf að leggja rækt við grunninn.

Kennarar skólans hafa breiða fagþekkingu og mikla reynslu. Skólinn er litríkur, lifandi og metnaðarfullur. Við erum stolt af okkar fólki sem hefur valið sér metnaðarfullt og gefandi starf út í lífið.

Skólastjóri Handverksskólans er Ragnheiður Bjarnadóttir, rab@tskoli.is
Viðtalstímar eru í stofu 222, skv. samkomulagi.