fbpx
Menu

Fréttir

31. ágúst 2017

Handverksskólinn – útskriftarsýning

Handverksskólinn – útskriftarsýning

Glæsileg sýning sem lofar góðu um íslenska fataiðnað.

Margt var um manninn á sýningu útskriftarnema fataiðnbrautar Tækniskólans.
Í fallegum sal á Laugarveginum var mikið af fallegu handverki en tíu nemar stóðu að sýningunni og greinileg var mikil fjölbreytni og sköpunargáfa nemanna naut sín í verkunum sem þarna voru sýnd.

Jakkaföt, kjólar af ýmsum toga, sníðagerð, tískuteikningar og margt annað spennandi var að finna ásamt því að fatnaður nemana sem stóðu að sýningunni var hannaður og unnin af þeim sjálfum.

Þetta var í annað sinn sem svona útskriftarsýning er haldin af fataiðnbraut skólans og var hún einstaklega vel heppnuð þannig að ljóst er að fleiri slíkar sýningar verða á næstu misserum.  jakkaföt, kjólar af ýmsum toga, sníðagerð, tískuteikningar og margt annað spennandi.