fbpx
Menu

Fréttir

25. júní 2020

Samstarf til að jafna hlut kynjanna í skipstjórnar- og vélstjórnarnámi

Þann 23. júní, undirrituðu Tækniskólinn og Faxaflóahafnir samkomulag um aukið samstarf og aðgerðir til að jafna hlut kynjanna í skipstjórnar- og vélstjórnarnámi.

Tækniskólinn og Faxaflóahafnir vonast til þess að samstarf aðila skili árangri auk annarra aðgerða Tækniskólans til að gera skipstjórnar- og vélstjórnarnám aðgengilegra og áhugaverðara fyrir konur. Samninginn undirrituðu fyrir hönd Tækniskólans og Faxaflóahafna sf.: Jón Hjalti Ásmundsson skólastjóri Skipstjórnar- og Véltækniskólans, Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna, Kristín Soffía Jónsdóttir formaður stjórnar Faxaflóahafna og Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans.  (sjá meðfylgjandi mynd – skjáskot af faxafloahafnir.is)

Frekari upplýsingar um samkomulagið veita Jón Hjalti Ásmundsson, skólastjóri Skipstjórnarskólans og Véltækniskólans, sími: 8943834 og Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafna, sími: 8222981.

Upplýsingar um samninginn – tilkynning á faxafloahafnir.is