Íþróttir

Íþróttir

Þeir nemendur sem ekki geta stundað íþróttir verða að skila vottorði innan viku frá afhendingu stundaskrár.

Nemendur, sem eru skráðir í verklega íþróttaáfanga og stunda líkamsrækt undir stjórn kennara eða sérmenntaðs þjálfara, geta fengið áfangann metinn. Nemandi gerir samning um þessi atriði við íþróttakennarann sinn. Ef hann stendur ekki við samninginn fellur hann úr gildi.

Upplýsingar til nemenda Tækniskólans sem ætla á íþróttasamning:

  1. Hægt er að gera samning við íþróttadeild Tækniskólans um að stunda íþróttaæfingar á öðrum stað en í skólanum.
  2. Samninginn er hægt að gera fyrstu tvær vikurnar í byrjun annar.
  3. Nemandinn kemur í sinn skráða íþróttatíma með staðfestingu um hvar hann æfir og æfingatímabilið.
  4. Auk þess mætir nemandinn með íþróttaföt og tekur ástandsmælingu hjá íþróttakennaranum. Ástandsmæling er liðleika- og styrktarmæling. Þessa mælingu þarf nemandinn að svo að taka tvisvar sinnum í viðbót á önninni.
  5. Í lok annar kemur nemandi með útprentun af mætingu sinni á önninni.
  6. Ef nemandi uppfyllir áðurnefnd skilyrði hefur hann staðist áfangann og fær einkunn.