Afgreiðsla lykilorða

Afgreiðsla lykilorða

Notendanafn og lykilorð að Innu-kennsluvef og tölvukerfi skólans.

Neðst á heimasíðunni, www.tskoli.is, er tengillinn Inna-kennsluvefur (https://nam.inna.is/).

Eingöngu er hægt að skrá sig inn í kerfið með kennitölu. Kennitala nemanda er notandanafn inn á Innu og tölvur skólans. Íslykill virkar ekki á tölvukerfi skólans. Íslykillinn hentar því forráðamönnum og öðrum sem ekki þurfa aðgang að tölvukerfi skólans.

Á skýringarmyndinni sést hvernig á að sækja um lykilorð í Innu eða fá sent nýtt lykilorð. Lykilorðið uppfærist samdægurs í tölvukerfi skólans (á u.þ.b á 4 tíma fresti). Eftir þetta er hægt að nota sama lykilorðið á Innu og tölvukerfi skólans.

Smellið á myndina til að skoða hana í betri upplausn.

Inna - lykilorð sótt í nýju Innu

Ef vandamál koma upp í innskráningu:

Ef notandi hefur slegið inn rangt lykilorð oftar en þrisvar þarf notandi að bíða í 5 mínútur áður en hann getur reynt að skrá sig inn aftur. Ef notandi slær enn inn rangt lykilorð þá þarf hann aftur að bíða í 10 mínútur eftir að reyna aftur. Biðtími eykst hratt eftir það ef notandi slær áfram inn vitlaust lykilorð. Alltaf er hægt að smella á "Sækja lykilorð" og þá er nýtt lykilorð sent til notanda.

Ef netfang er ekki rétt í Innu eða það vantar er hægt að senda tölvupóst á netfangið tskoli@tskoli.is og gefa upp nafn og kennitölu með ósk um að fá netfang skráð í Innu. Tölvupóstinn verður að senda úr því netfangi sem skrá á sem netfang þitt í Innu.

Aðgangur aðstandenda að Innu.

Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang að Innu og geta skoðað allar upplýsingar um nemandann og skráð veikindi. Sjá nánar hér. 
Aðstandendur nota Íslykil til að skrá sig inn.

Þegar nemandi verður 18 ára lokast fyrir aðgang aðstandenda að Innu.

Þegar nemandi verður 18 ára lokast fyrir aðgang aðstandenda að Innu en nemandinn getur opnað fyrir aðgang aðstandenda að Innu og/eða gefið samþykki fyrir því að skólinn veiti upplýsingar um sig til aðstandenda með því að setja „Já“ í stað „Nei“ í „Aðgangur“ í valmyndinni aðstandendur í Innu.

Smellið á myndina til að sjá hana í betri upplausn.

INNA - aðstandendur