Gítarsmíði

Gítarsmíði - viltu smíða rafmagnsgítar?

1. febrúar - 22. mars 2018

Rafmagnsgítar handsmíðaður frá grunni.

Hægt er að velja á milli Telecaster, Stratocaster, Jazz bass, P bass, SG eða Thinline.

Búkurinn er fræstur, pússaður og sprautaður í lit að eigin vali. Gítarhálsinn sagaður út og fingraborðið límt ofan á hálsinn og hann bandaður upp. Rafkerfi sett í gítarinn og tengt. Að lokum er strengjunum komið fyrir og hálsinn og strengjahæð stillt.

gitarsmidi_myndInnifalið: Allt tréefni.

Efni: Þátttakendur velja sjálfir og kaupa hardware og pickup.

Tími: 1. febrúar - 22. mars 2018
Kennt er á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 22:00
Alls 100 klukkustundir

Leiðbeinandi: Gunnar Örn Sigurðsson gítarsmiður. Gunnar hefur smíðað gítara fyrir tónlistarmenn á borð við Ómar Guðjónsson, Björgvin Halldórsson og fleiri

Námskeiðsgjald: 199.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 9.

Námskeiðið er metið til sjö eininga.

SKRÁNING HÉR

Gitarsmdidi-vor-2012

Myndir teknar á námskeiði á vorönn 2012

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.