fbpx
Menu

Nemendur

Þrívíddarmódeling, animation, texture og eftirvinnsla

Við erum sex stelpur sem urðum góðar vinkonur í Margmiðlunarskólanum og unnum saman að lokaverkefni á 2. önn skólans. Við erum allar með mismundandi áhugasvið t.d. þrívíddar módeling, hreyfimyndagerð og eftirvinnsla við kvikmyndir.

[email protected]

Krúttlegur trailer um fisk

Katrín Edda Einarsdóttir, Stella Björk Guðmundsdóttir, Máney Eva Einarsdóttir, Sandra Ósk Júníusdóttir, Ingibjörg Hrefna Pétursdóttir og Jóhanna Bryndís Hallgrímsdóttir unnu saman lokaverkefni á annarri önn í Margmiðlunarskólanum.

Lokaverkefnið á 2. önn snérist um að gera tölvuleik eða trailer af tölvuleik. Við vorum sex stelpur með mismunandi áhugasvið og ákváðum því gera 3D animated trailer og náðum að nýta krafta okkar allra í verkefninu. Meðal annars þurfti þrívíddar módelingu, animation, texture vinnu og eftirvinnslu í verkefnið okkar. Í lokin varð til krúttlegur trailer um fisk sem þarf að finna sér ný heimkynni þar sem hans heimili eyðileggst vegna olíumengunar í sjó. Á leið sinni þarf hann að fara í gegnum alls kyns umhverfi og mætir öðrum sjávarlífverum sem annaðhvort aðstoða hann eða aftra honum.

Við lögðum allar hart að okkur og vorum mjög sáttar með útkomuna. Við höfum rætt það að vinna saman aftur og gaman væri að sjá framfarir okkar, þar sem við höfum á stuttum tíma lært mikið og gætum gert enn flottara verkefni.

Verkefni frá nemendum

Starfsnám í húsgagnasmíði

Námssamningur í París

Til Danmerkur í Húsgagnabólstrun

Klára námið í Skive

Útskriftarverkefni

Útskriftarverkefni

Ferð til Frankfurt

Um jafnrétti fyrir alla