fbpx
Menu

Nemendur

Drauma starfsnámið í skosku hálöndunum

Telma Dögg Björnsdóttir, nem­andi í Hand­verks­skól­anum, er stödd í skosku hálöndunum þar sem hún er í starfs­námi hjá Campbells’s of Beauly.

Reynsla og einstakt tækifæri

„Ég ákvað að fara út fyrir þægindarammann og láta ekki staðsetningu starfsnámsins stjórna vali mínu, heldur var mitt markmið að fá sem mest út úr þessum tíma og það varð til þess að ég sótti um starfsnám hjá Campbells’s of Beauly.

Campbell’s of Beauly er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1858 og sérhæfir sig í breskum sveita og skotveiðifatnaði. Campbell’s sérsaumar fatnað fyrir um 130 Estates (veiðisetur) og hinn almenna viðskiptavin. Við vinnum mest með tweed ull sem veiðisetrin láta vefa sérstaklega með það í huga að blandast í nærliggjandi umhverfi og einnig vinnum við með tartan þá oft sérstök fjölskyldu tartan.

Lífið hérna í hálöndunum er mjög rólegt og eru lopapeysan og gönguskórnir mínar mest notuðu flíkur. Beauly er 1300 manna bær umkringdur sveitabæjum og fallegum skógum.

Ég er mjög heppin með vinnustað og eru því allir dagar skemmtilegir. Mér sem nema er treyst fyrir að sérsauma á viðskiptavini og ég fæ líka að vera með í mátunum og mælingum. Starfsnámið hefur nú þegar veitt mér mikla reynsla og einstök tækifæri eins og að hitta Karl Bretaprins þegar að hann kom og opnaði nýja klæðskera verkstæðið okkar.”

Verkefni frá nemendum

Rafræn sýning

Verið velkomin á útskriftarsýningu

Útskriftarsýning var haldin rafrænt vegna samkomubanns og hér er hægt að komast inn á sýninguna og sjá glæsileg verkefni nemendanna.

Útskriftarverkefni í grafískri miðlun

Veglegur Askur

Veglegt og flott sameiginlegt tímarit allra útskriftarnemenda vorið 2020.

Útskrift úr ljósmyndun vor 2020

Bók með verkum útskriftarnemenda í ljósmyndun

Nemendur vinna að sjálfstæðum verkefnum en einnig sameiginlegum verkum sem allt má skoða í nýútkominni bók.

Ljósmyndun – verkefni nemenda

Ljósmyndadeildin

Nemendur í ljósmyndun vinna að fjölbreyttum verkefnum sem sjá má á flottri vefsíðu.