fbpx
en
Menu
en

Adobe – fjarlægja af MAC

31. október 2019

Adobe – fjarlægja af MAC

ATH: Áður ferlið er hafið þarf að passa að það er slökkt á öllum Adobe for­ritum

Hvaða örgjafi er í tölvunni þinni ?

Fyrst þarft þú að vita hvaða örgjafi er í tölvunni þinni. Til að finna það ferð þú efst í vinstra hornið á skjánum þínum og smellir á eplið, þar smellir þú á „About this Mac“. Undir glugganum Overview þar sérð þú hvaða „Processor“ er í tölvunni, til dæmis er myndin hér fyrir neðan að sýna Intel Core örgjafa.

            

1. Náðu í Adobe hreinsarann

Smelltu hér til að sækja tólin sem þú þarft til að fjarlægja Adobe.
Hérna þarftu að skrá þig inn með Tækniskóla aðganginum þínum.

Innskráning á Microsoft portal
ATH : Ef þú veist ekki Tækniskóla aðganginn þinn eða þú ert í vandræðum með aðgangin þinn, þá er skalt þú athuga Skólanetfang og Lykilorð.

 

Opnaðu “Adobe” skjalið, Þar sérðu fjórar möppur, þú velur möppu eftir því hvaða örgjafa þín tölva er með;

1.Intel Core örgjafi, þá velur þú möppuna sem heitir „Mac“

2. Apple M1 örgjafi, Þá velur þú möppuna sem heitir „Mac fyrir M1 örgjafa“

3. Apple M2 örgjafi, þá velur þú möppuna sem heitir „Mac Universal“

Næst mátt þú tvísmella á möppuna sem þú velur og þegar þangað er komið mátt þú ýta á punktana þrjá og velja þar „download“

2. Afþjappaðu möppuna

Byrjaðu á því að afþjappa möppuna sem sem þú varst að sækja, það er gert með því að tvísmella á hana.

 Í henni þarf líka að afþjappa möppuna sem heitir  MAC_Adobe.zip, MAC_M1.zip eða MAC_Universal.zip eftir því hvaða örgjafa þú ert með.

Einnig þarf að afþjappa möppunni sem heitir “AdobeCreativeCloudCleanerTool” með því að tvísmella á hana.

Afþjappa Adobe hreinsunar tól á MAC

3. Hreinsaðu Adobe

Opnaðu “Finder” og farðu í “Applications”, fyrir öll Adobe forrit (Creative Cloud líka) sem þú sérð þarf að hægri smella á þau og ýta á “Move to Bin”’. Síðan þarf að tæma ruslatunnuna til að losa forritin af tölvunni.

Hvernig á að eyða Adobe öpp frá macca

Næst þarf að fara í „MAC ADOBE“ möppuna og tvísmella á “AdobeCreativeCloudCleanerTool.dmg” og svo keyra “Adobe Creative Cloud Cleaner Tool”. Í þessu tóli þarf að smella á “Clean All” og leyfa forritinu að hreinsa upp. Ef það eru einhverjir valkostir eftir fyrir utan „Fix Host File“ þá skal velja þá alla og smella síðan á Cleanup Selected

Hreinsa Adobe með Cleaning Tool

Að lokum þarf að endurræsa tölvuna. Eftir það verða öll Adobe forrit farin af tölvunni.