Menntar fólk til starfa við nútíma fjölmiðlun og tölvutækni. Skapandi nám byggt á hönnun, hugmyndavinnu og tekur mið af nýjum tímum og nýrri tækni.
Tölvubrautin er stúdentsbraut og nemendur annarra brauta geta tekið almenna áfanga til stúdentsprófs samhliða náminu og útskrifast með stúdentspróf. Námið nýtist bæði sem undirbúningur fyrir framhaldsnám á háskólastigi eða sem undirbúningur fyrir námssamning í löggiltum iðngreinum.
Upplýsingatækniskólinn býður upp á skapandi nám í eftirtöldum iðngreinum:
Við lok náms hefur nemandi lokið undirbúningi fyrir námssamning í iðngreininni. Námstíminn er 2 – 3 ár eftir því hvaða iðngrein er valin. Mögulegt er að taka almenna áfanga til stúdentsprófs samhliða náminu. Skólinn býður einnig uppá vinsælar stúdentsleiðir:
AN UTN19 Undirbúningsbraut UT (pdf)
GUF20 Grunn. uppl.- og fjölm. (pdf)
BOB16 Bókband – Námsskipulag (pdf)
GFM16 Grafísk miðlun – Námsskipulag (pdf)
LJÓ16 Ljósmyndun – Námsskipulag (pdf)
PRE16 Prentiðn – Námsskipulag (pdf)
TBR19 Tölvubraut – TBR19 Námsskipulag (pdf)
TBR16 Tölvubraut (eldri braut) – Námsskipulag (pdf)
THÖ20 Tölvubraut hönnun – Námsskipulag
NTT13 Náttúrufræðibraut – Tölvutækni (Tæknimenntaskólinn)
STF17 Námsskipulag – Stúdentsleið fagbrauta (pdf)
„Námið í grafískri miðlun hefur veitt mér mikla þekkingu og færni í helstu vinnsluforritum tengd prentverki. Má þar nefna Photoshop, Illustrator og InDesign. Einnig hefur námið gagnast mér mjög vel í vinnunni við ýmsar hliðar prentverks, sem ég hef mikinn áhuga á.“
„Námið í grafískri miðlun var frábært og því að þakka að ég kynntist forritun og vefsíðugerð. Hönnun, letur, myndvinnsla, textavinna, grunnur í HTML og CSS og margt fleira er allt sem ég nota daglega og kemur frá grafískri miðlun. Þessi tvö nám tvinna rosalega vel saman og ég hefði aldrei viljað sleppa því að fara í grafíska miðlun þrátt fyrir að ég einbeiti mér núna meira af vefnum en ekki prenti.“
„Námið veitti mér öryggi í grafískum forritunum og ég hef séð að ég hef haft sterkari þekkingu á þessum forritum fram yfir aðra samnemendur mína í því framhaldsnámi sem ég fór í. Ég lærði margt sem er oftast ekki kennt í öðrum skólum tengt hönnun, eins og umbrot, undirbúningur fyrir prent og almennt tæknilegar útfærslur á hinum ýmsu hlutum. Þetta gagnast mér mjög mikið í dag.“
Upplýsingatækniskólinn hugsar fram á veginn og námið í skólanum tekur mið af nýjum tímum og nýrri tækni hverju sinni og allar námsgreinar okkar eiga það sameiginlegt að nemendur vinna að raunverulegum úrlausnarefnum í náminu.
Skólinn vill að nemendur séu tilbúnir til þess að takast á við nýjar áskoranir í námi og séu vel undirbúnir fyrir framtíðina.
Vertu velkomin(n) í nám við Upplýsingatækniskólann því það er mikil þörf fyrir tæknimenntaða einstaklinga í þjóðfélaginu.
Samhliða námi á brautum Upplýsingatækniskólans eða eftir að þeim er lokið, geta nemendur bætt við sig einingum til stúdentsprófs. Gera má ráð fyrir að þá lengist námið um eina til tvær annir.
Innritun í Upplýsingatækniskólann fer fram í gegnum innritunarvef Innu (hnappur hér á síðunni).
Athuga þarf að mismundandi inntökuskilyrði eru á brautir Upplýsingatækniskólans. Sjá nánar um það á hverri braut.