Við bjóðum nemendur velkomna. Þá sem stefna að stúdentsnámi og vilja klára stúdentspróf af náttúrufræðibraut eða af K2 Tækni- og vísindaleiðinni.
K2 er krefjandi nám til stúdentsprófs með áherslu á vísindagreinar og sjálfstæð vinnubrögð. Hér eru einnig brautir fyrir þá sem vilja læra íslensku sem annað tungumál eða alla sem fara á starfsnámsbrautir eða velja starfsbraut sérnám.
Bóklegar, almennar greinar eru stofn skólans. Námið skiptist í fimm leiðir í Tæknimenntaskólanum og því er fjölbreytt flóra nemenda í skólanum. Brautirnar eru:
Námstími er 2-4 ár. Við lok náms eru fjölbreyttar leiðir í boði, ýmist til framhaldsnáms í viðeigandi sérgrein eða til atvinnu.
Brautir og námsskipulag
K2 Tækni-og vísindaleið
Námsskipulag (html) / (PDF)
NÁT Náttúrufræðibrautir
NÁT Námskipulag náttúrufræðibrauta (pdf)
ÍSA19 Íslenskubraut fyrir útlendinga – Námsskipulag (pdf)
SNM18 Starfsnámsbraut – Námsskipulag (pdf)
Halló. Vilairy heiti ég. Þegar ég flutti til Íslands byrjaði ég á að sækja um í Tækniskólann og þar stundaði ég fyrst nám á nýbúabraut. Þar var boðið upp á frábært nám og ég lærði mjög góða íslensku sem nægði mér til að hefja nýtt líf á Íslandi.
Nú hef ég haldið áfram á hársnyrtibraut og námið er mjög skemmtilegt. Ég er mjög heppin og ánægð með námið.
Hæ Jose heiti ég. Ég ólst upp á Spáni. Ég kom til Íslands árið 2011 og þá ákvað ég að fara að læra íslensku sem annað mál fyrir nýbúa. Að læra íslensku hjálpaði mér mikið að komast inn í samfélagið. Síðan ákvað ég að læra rafvirkjun, sem er frekar fjölbreytt og skemmtilegt nám fyrir gott framtíðarstarf. Takk fyrir mig!
Ég er mjög ánægður með hversu sjálfstæður maður getur verið í sínu námi en samt sem áður eru kennarar alltaf tilbúnir að aðstoða mann. Námsleiðin mín opnar möguleika bæði á vinnumarkaði við skemmtilega rafvirkja vinnu og leið í háskóla seinna meir.
Hvað viltu verða þegar þú ert orðin(n) stór? Hvaða nám hæfir þér? Ef það er braut innan Tæknimenntaskólans býð ég þig hjartanlega velkomna/velkominn.
Við erum stolt af vel menntuðum kennurum skólans sem þróað hafa fjölbreyttar kennsluaðferðir og námsmat.
Kennarar okkar hafa fylgt hjartanu og valið starfsvettvang með ungu, námsfúsu fólki.
Stúdentsleiðir í Tækniskólanum eru að jafnaði 3 ár. Stúdentspróf í Tækniskólanum eru alltaf tengd starfs-, list- eða tækninámi og opna því annaðhvort leið beint út á atvinnumarkaðinn eða til háskólamenntunar. Sérstaða stúdenta Tækniskólans er ótvíræð því þeir hafa fleiri möguleika.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Námið er kennt á nokkrum stöðum, nánari upplýsingar er að finna á brautarsíðum.