Nám í Raftækniskólanum opnar fyrir möguleika á atvinnu í spennandi og krefjandi umhverfi og aðgengi að námi í tæknifræði eða verkfræði í skólum hér á landi og erlendis.
Nám í rafiðngreinum býður upp á fjölda möguleika fyrir þig ef þú hefur áhuga á tækni og nýjungum. Nám er í boði til dæmis í rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafvélavirkjun og rafveituvirkjun. Hægt er að ljúka stúdentsprófi af öllum brautum skólans samhliða náminu. Raftækninám gefur þér möguleika á vel launuðum störfum í rafiðnaði hér á landi og erlendis og jafnframt er námið góður undirbúningur fyrir verk- eða tæknifræðinám á háskólastigi.
Verkefnastýrt nám
Skólinn leggur áherslu á verkefnastýrt nám og frjálsan aðgang að kennslustofum skólans fyrir hvort heldur sem er bóklega eða verklega vinnu.
Brautir og námsskipulag
AN RAF19 Undirbúningsbraut Raftækniskólans
GR20 Grunnnám rafiðna – Námsskipulag (pdf)
RE17 Rafeindavirkjun – Námsskipulag (pdf)
RK17 Rafvirkjun, samningsleið – Námsskipulag (pdf)
RT17 Rafveituvirkjun – Námsskipulag (pdf)
RV17 Rafvélavirkjun (pdf)
Námsskipulag – Rafvirkjun, viðb. 4. stig vélstj.
STF17 Stúdentsleið iðn- og starfsnáms (pdf)
HLT18 Hljóðtækni – Námsskipulag (pdf)
KMT18 Kvikmyndatækni – Námsskipulag (pdf)
Algjörlega frábært nám sem ég mæli svo sannarlega með. Ég hef fullt af atvinnutækifærum og finnst frábært að geta unnið sjálfstætt.
Hæ Jose heiti ég. Ég ólst upp á Spáni. Ég kom til Íslands árið 2011 og þá ákvað ég að fara að læra íslensku sem annað mál fyrir nýbúa. Að læra íslensku hjálpaði mér mikið að komast inn í samfélagið. Síðan ákvað ég að læra rafvirkjun, sem er frekar fjölbreytt og skemmtilegt nám fyrir gott framtíðarstarf. Takk fyrir mig!
Daglegt líf í Raftækniskólanum 2017
Raftækniskólinn 2010.
Undirbúningur fyrir Hönnunarkeppni verkfræðinema fyrir all löngu.
Ferð á World Skills London 2011.
Endurmenntun rafiðnaðarins rekur rafbok.is sem hefur það að markmiði að allt kennsluefni í rafiðngreinum verði aðgengilegt á vefnum ókeypis.
Straumlina.is er kynningarefni á störfum í rafiðnaði. Viðtöl, svipmyndir og skýringar. Frábært kynningarefni fyrir þá sem eru að kynna sér fjölbreytt störf í rafiðnaði.
Störf rafiðnaðarmanna eru margvísleg og skiptast í nokkrar greinar og er rafvirkjun fjölmennasta greinin. Með námi í raftækni ertu komin með góðan grunn sem býður fjölbreytni í starfi.
Námið er mjög verkefnastýrt og geta nemendur haft áhrif á hraða námsins.
Vertu velkomin/nn í nám sem eflir þig og margfaldar möguleika þína.
Raftækniskólinn býður upp á nám í grunnnámi rafiðna bæði á Skólavörðuholti og í Tækniskólanum Hafnarfirði.
Einnig býður Raftækniskólinn upp á nám í rafvirkjun – samningsbraut á báðum stöðum en rafeindavirkjun, rafveituvirkjun og rafvélavirkjun eru eingöngu á Skólavörðuholti.
Hljóðtækni og kvikmyndatækni – öll kennsla fer fram í Stúdío Syrlandi í Vatnagörðum 4, 104 Reykjavík.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Leitaðu upplýsinga hjá kennurum og námsráðgjöfum í skólanum.
Einnig veitir Iðan allar upplýsingar.