Hönnunar- og handverksskólinn er fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna með hugmyndir á skapandi hátt og læra viðeigandi aðferðir og verktækni.
Í hönnunar- og handverksskólanum er boðið upp á nám sem er undirbúningur fyrir skapandi vinnu á sviði hönnunar á háskólastigi og fullgilda menntun í löggildum iðngreinum.
Hönnunar- og handverksskólinn býður upp á nám í eftirfarandi iðngreinum:
Að iðnnámi loknu hefur nemandi lokið undirbúningi fyrir sveinspróf í iðngrein og/eða náð í sterkan grunn fyrir áframhaldandi nám á háskólastigi. Námstíminn er 3–4 ár eftir því hvaða námsleið er valin. Mögulegt er að taka almenna áfanga til stúdentsprófs samhliða verklega náminu eða eftir að því lýkur.
Hönnunar- og handverksskólinn býður upp á eftirfarandi námsleiðir á hönnunar- og nýsköpunarbraut:
Námið á brautinni byggir á skapandi vinnu og brúar bil á milli verklegrar og tæknilegrar þekkingar og aðferða í hönnun.
Námið er annars vegar skipulagt sem þriggja ára stúdentsleið fyrir þá sem hafa lokið námi í grunnskóla og hins vegar er boðið upp á fornám í tvær annir fyrir nemendur sem hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun og vilja undirbúa sig fyrir skapandi nám á sviði hönnunar á háskólastigi.
HNÝ16 Stúdentsleið – Námsskipulag (pdf) |
HNÝ16 Fornám – Námsskipulag (pdf) |
AN HAN19 Undirbúningsbraut fyrir iðngreinar Hönnunar- og handverksskólans (pdf) |
AN HÖN19 Undirbúningsbraut fyrir hönnunarbraut Hönnunar- og handverksskólans (pdf) |
Kennararnir eru metnaðarfullir og með brennandi áhuga á því sem þeir og nemendur eru að vinna að. Ég mæli klárlega með náminu og sérstaklega fyrir eldri nemendur með reynslu sem vilja dýpka skilning og fá meiri þekkingu í faginu. Með góða grunnþekkingu í faginu getur maður gert flóknari flíkur í náminu og því fengið virkilega mikið út úr því.
"Ég ákvað að fara í þetta nám eftir stúdentspróf úr Versló, því að ég ætla í arkitektúr og vegna þess að fornámið er góður grunnur fyrir háskólanám hér á Íslandi og erlendis", segir Sól Elíasdóttir sem stundaði námið veturinn 2016 -2017.
Ég mæli eindregið með fataiðnbrautinni fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að sérsauma föt. Handavinna var alltaf mitt áhugamál síðan að ég man eftir mér og ég ímyndaði mér ekki að ég gæti lært það sem ég elska og breytt því í starfsferil. Draumur minn er að sauma búninga fyrir leikhús og kvikmyndir, námið hefur undirbúið mig fyrir það.
Brautir Handverksskólans eru sniðnar fyrir þá sem eru með ríka sköpunarþörf, frjóa hugsun, skýra framtíðarsýn og áhuga á að starfa við persónulegar greinar.
Fjölbreytni námsins er mikil og nauðsynlegt að vera vakandi fyrir nýjungum og finna lausnir sem henta ólíkum einstaklingum og aðstæðum. Kennarar skólans hafa breiða fagþekkingu auk mikillar reynslu og við erum sérlega stolt af nemendum okkar sem hafa valið sér metnaðarfullt og gefandi starf út í lífið.
Sótt er um í gegnum Menntagátt.
Nýir nemendur eru teknir inn að hausti og stafrænar umsóknir á gull- og silfursmíðabraut þurfa að berast fyrir lok maí en inntökunefnd er að störfum í júní.
Umsækjendur þurfa jafnframt að skila inn kynningarmöppu á aðalskrifstofu skólans, að hámarksstærð A-3, fyrir 31. maí. Átta nemendur eru teknir inn hverju sinni.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Sjá innkaupalista fyrir nemendur í hársnyrtiiðn.
Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.
Allar brautir Hönnunar- og handverksskólans eru staðsettar á Skólavörðuholti.
Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.