Býður upp á fjölbreytt nám sem byggir á traustum grunni. Frá hugmynd að hönnun til teikningar og smíði. Val um margar námsleiðir. Undirbúningur fyrir framhaldsnám á háskólastigi eða sérnám sem líkur með starfsréttindum.
Nám í byggingagreinum er sérnám sem leiðir til starfsréttinda og einnig er hægt að velja leiðir að háskólastigi. Sérnám í einstökum greinum tekur að jafnaði 2,5 ár auk 1,5 árs starfstíma hjá meistara:
Tækniteiknun er hagnýtt nám þar sem nemendur læra á helstu forrit sem notuð eru til mannvirkjahönnunar. Hægt er að bæta við meistaranámi eða stúdentsprófi sem veitir réttindi til að hefja nám á háskólastigi.
AN BYG19 Undirbúningsbraut Byggingatækniskólans (pdf)
GBM17 Grunnnám byggingagreina (pdf)
HBÓ17 Húsgagnabólstrun – Námsskipulag (pdf)
HS17 Húsgagnasmíði – Námsskipulag (pdf)
HÚ17 Húsasmíðabraut – Námsskipulag (pdf)
MÁ17 Málaraiðn – Námsskipulag pdf)
MR17 Múraraiðn – Námsskipulag (pdf)
TH-PL17 Pípulagnir – Námsskipulag (pdf)
TT17 Tækniteiknun – Námsskipulag – hraðferð (pdf)
VDÚ17 Veggfóðrun og dúkalögn – Námsskipulag (pdf)
Námsskipulag – Stúdentsleið fagbrauta STF17 (pdf)
Finna má eyðublöð tengd starfsþjálfun á vefsíðu IÐUNNAR:
Eyðublöðin eru á pdf sniði. Athugaðu að vefskoðarar höndla PDF skjöl á vefnum á ólíkan hátt. Ekki er víst að hægt sé að fylla þau út í vefskoðara og senda beint.
Sveinspróf í bygginga- og mannvirkjagreinum eru haldin a.m.k. einu sinni á ári ef næg þátttaka næst.
Nám í byggingariðnaði er án vafa einn af bestu námskostunum. Sérnámið leiðir til starfsréttinda og hægt er að velja margar leiðir inn á háskólastigið.
Hægt er að ljúka námi af öllum brautum Byggingatækniskólans, nema tækniteiknun, með sveinsprófi sem eru starfsréttindi í greininni og réttur til að taka iðnmeistarapróf.
Vertu velkomin/nn í námið og til starfa í byggingariðnaði.
Þegar þú hefur lokið bóklega náminu á þeirri braut sem þú ert á og starfssamningi hjá meistara sækir þú um sveinspróf hjá Iðunni.
IÐAN fræðslusetur veitir upplýsingar um starfssamninga. Þar geta nemendur og fyrirtæki miðlað upplýsingum sín á milli þ.e.a.s. iðnmeistarar í leit að nema setja þar upp auglýsingar og nemar í leit að námssamning geta gert slíkt hið sama. Um tengsl við atvinnulífið.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Hægt er að bæta við sig áföngum af náttúrufræðibraut til að klára stúdentspróf frá Byggingatækniskólanum. Nemandi þarf að skrá sig í viðbótarnám hjá skólastjóra sínum eða námsráðgjafa.
Þú færð almennar greinar metnar og því styttist námið um u.þ.b. eina önn.