fbpx
Menu

Námskeið

Tækniskóli unga fólksins – Ljósmyndun

Viltu læra grunnatriði í ljósmyndun?

Mættu með stafræna myndavél, venjulega myndavél, síma eða spjaldtölvu.

Leiðbeinandi: Sigurjón Arnarson
Hámarksfjöldi: 12
Forkröfur: Fyrir 12-16 ára
Fyrirspurnir: [email protected]

Námskeiðslýsing

Skoðum alls konar græjur sem ljósmyndarar nota og lærum hvernig þær virka.

Þú lærir um hugtök eins og mynduppbyggingu, hraða, ljósnæmi og ljósop.

Förum yfir grunnatriði í mynduppbyggingu og lærum að nota myndvinnsluforritið Lightroom.

En fyrst og fremst tökum við helling af myndum og höfum gaman.

Þið þurfið að mæta með stafræna myndavél, venjulega myndavél, síma eða spjaldtölvu.

Komið klædd eftir veðri því við förum út að taka myndir.

Dagsetningar munu birtast hér þegar þær liggja fyrir.

Sigurjón Arnarson ljósmyndari.
Sigurjón lauk sveinsprófi í ljósmyndun frá Iðnskólanum í Reykjavík  árið 2008. Frá árinu 2004 hefur Sigurjón aðalega starfað við auglýsingaljósmyndun og myndað auglýsingaefni fyrir mörg af stærri fyrirtækjum landsins.

Námskeiðsgjald:

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sól­ar­hringa fyr­ir­vara (virkir dagar)  í síma 514 9602 eða á end­ur­[email protected]

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.