Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu Teams.
Forritið er hægt að nálgast frítt á netinu: SketchUp Make 2017
Auk þess að vera frítt þá er helsti kostur forritsins sá að vera sett upp á afar einfaldan og þægilegan hátt, notendur forritsins eiga því mjög auðvelt með að ná tökum á notkun þess.
Nánari upplýsingar um Teams, smelltu hér
Forritið nýtist öllum þeim sem hafa áhuga á því að teikna og gefur það notandanum tækifæri á að sjá teikningar sínar í réttum hlutföllum í þrívídd. Það að sjá hlutina í þrívídd gefur mun betri skilning á því sem verið er að teikna, það má því einnig nýta forritið til að leysa úr flóknum byggingarhlutum.
Forritið hentar fyrir margvíslegar teikningar. Sem dæmi má nefna teikningar af húsbyggingum, sólpöllum, innréttingum, innra skipulagi húsa, lóðum og jafnvel húslögnum.
Á námskeiðinu kynnast þátttakendur notkun SketchUp forritsins en farið verður í helstu grunnatriði þess með það að markmiði að gera nemendurna færa um að nota SketchUp til að hanna og skapa í þrívídd. Námskeiðið verður þannig uppbyggt að það henti sem flestum bæði tækni- og iðnmenntuðum einstaklingum sem og áhugamönnum um tölvuteikningar.
Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu Teams.
9. mars | þriðjudagur | 18:00 – 21:00 |
11. mars | fimmtudagur | 18:00 – 21:00 |
16. mars | þriðjudagur | 18:00 – 21:00 |
18. mars | fimmtudagur | 18:00 – 21:00 |
23. mars | þriðjudagur | 18:00 – 21:00 |
Alls 15 klukkutímar
Finnur Ingi Hermannsson byggingafræðingur.
Námskeiðsgjald: 45.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á [email protected]
Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu
Kennarinn vel kunnugur.
Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected]
Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.