fbpx
Menu

Námskeið

Saumanámskeið – Byrjendur

Námskeið frestast um óákveðinn tíma vegna COVID-19.
Þátttakendum er kennt að tileinka sér grundvallaratriði í fatasaumi svo þeir geti unnið á saumavél og saumað flík að eigin vali.

Leiðbeinandi: Lísa Björk Hjaltested
Námskeiðsgjald: 48.500 kr.
Hámarksfjöldi: 8
Forkröfur: Engar
Dagsetning: 23. september 2020 - 04. nóvember 2020

Námskeiðslýsing

  • Farið í grunnvinnu og unnið með ferilinn að búa til flík.
  • Farið yfir notkun og stillingar saumavélarinnar.
  • Að taka mál og færa inn á máltöflu.
  • Taka upp snið úr blöðum og aðlaga þau.
  • Efni og efnisnotkun, t.d. að leggja snið rétt á efni.
  • Saumför og sniðning.
  • Nýta sér upplýsingar um verkröðun og annað sem fylgir sniðunum
  • Þátttakendur sauma flík að eigin vali og er leiðbeint með val á efnum.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

 

Nánari upplýsingar

23. september miðvikudagur 18:00 – 20:30
30. september miðvikudagur 18:00 – 20:30
7. október miðvikudagur 18:00 – 20:30
14. október miðvikudagur 18:00 – 20:30
21. október miðvikudagur 18:00 – 20:30
28. október miðvikudagur 18:00 – 20:30
4. nóvember miðvikudagur 18:00 – 20:30

Alls 17,5 klukkutímar

Lísa Björk Hjaltested er kennari í fataiðn.

Námskeiðsgjald: 48.500kr.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið / 23. sept. | Frestast um óákveðinn tíma

Víravirki

Námskeið frestast um óákveðinn tíma vegna COVID-19. Kennd gerð víravirkis allt frá undirbúningi efnis að fullunnu skarti. Fjallað verður um mismunandi tegundir þjóðbúningasilfurs, svo og tímabil í íslenskri þjóðbúningargerð.

Leiðbeinandi: Harpa Kristjánsdóttir, Kennari í gull- og silfursmíði

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjald endurgreitt ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á
[email protected]  Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Á ég að koma með eigin saumavél?

Já þátttakendur eru hvattir til að koma með eigin saumavéla. Það er möguleiki á að fá lánaða saumavél í skólanum en þá þarf að hafa samband við [email protected]

Hvað þarf ég að koma með á námskeiðið?

Þátttakendur komi með í fyrsta tíma sníðapappír, blýanta, strokleður og glósubók.

Fæ ég skírteini í lok námskeiðs?

Já skírteini verða send í pósti að loknu námskeiði.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.