fbpx
Menu

Gítarsmíði – viltu smíða rafmagnsgítar?

Á námskeiðinu handsmíða þátttakendur rafmagnsgítar frá grunni. Hægt er að velja á milli þess að smíða Telecaster, Stratocaster, Jazz bass, P bass eða Thinline. Námskeiðið er metið til sjö eininga.

Námskeiðslýsing

Búkurinn er fræstur, pússaður og sprautaður í lit að eigin vali. Gítarhálsinn sagaður út og fingraborðið límt ofan á hálsinn og hann bandaður upp. Rafkerfi sett í gítarinn og tengt. Að lokum er strengjunum komið fyrir og hálsinn og strengjahæð stillt.

Námskeiðið er metið til sjö eininga.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

  • Leiðbeinandi

    Gunnar Örn Sigurðsson

  • Hámarksfjöldi

    9

  • Forkröfur

    Engar

  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista Endurmenntunarskólans.

Nánari upplýsingar

 

Kennt er á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17:30 til 22:00.

Alls 100 klukkutímar.

 

 

 

Leiðbeinandi er Gunnar Örn Sigurðsson gítarsmiður. Gunnar er gítarsmiður að mennt og lærði fagið á Íslandi, í Þýskalandi og í Svíþjóð. Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins nota gítara frá Gunnari. Hann hefur kennt gítarsmíði hjá Tækniskólanum frá árinu 2000.

Námskeiðsgjald: 

Innifalið: Allt tréefni

Þátttakendur velja sjálfir og kaupa hardware og pickup.

Námskeiðið er metið til sjö eininga.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]

Skráningargjald er ekki ekki endurgreitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Eftir námskeiðið er ég hæfari til að smíða mína eigin gítara og viðhalda þeim sem ég á fyrir.

Þetta var alveg frábært námskeið og Gunnar mjög fær og góður kennari

Mjög skemmtilegt og gaman að spreyta sig á verkefninu.

Gríðarlega fræðandi námskeið um efnið (gítarsmíði).

Reyndur og góður kennari sem miðlaði vel af reynslu sinni.

 

FAQ

Spurt og svarað

Hvað er innifalið í námskeiðsgjaldi?

Innifalið er allt tréefni.

Þátttakendur velja sjálfir og kaupa hardware og pickup.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.