fbpx
Menu

Innsýn í námið

Prentari gefur lífinu lit

Nám í prentun er margvíslegt og læra nemendur að taka við verki á prentplötum, myndamóti eða í tölvutæku formi, stilla verkið og pappírinn inn í prentvél, stilla litaáferð og prenta verkið, tryggja prentgæði og sjá um rekstur prentvélbúnaðar.

Í náminu eru kenndar mismunandi prentaðferðir, t.d. offsetprentun, stafræn prentun, hæðarprentun og flexóprentun. Prentari ákveður hvaða prentaðferðir eru notaðar og er í miklum samskiptum við annað fagfólk í faginu.

Brautarlýsing

PRE23 Prentiðn

Meginmarkmið námsins er að útskrifa nemendur með sértæka þekkingu á öllum þáttum prentunar og þekkingu, leikni og hæfni til að vinna við prentun, daglega umsjón og rekstur prentvéla í stórum og smáum prentfyrirtækjum. Nemendur hafi tileinkað sér sértækar aðferðir og verklag við prentun og geti beitt þekkingu sinni og verkkunnáttu á sjálfstæðan hátt án tilsagnar, við stýringu prentvéla og annars búnaðar sem notaður er við prentvinnslu. Nemendur útskrifast með prófskírteini sem vottar að þeir hafi lokið burtfararprófi frá framhaldsskóla af Upplýsinga- og fjölmiðlabraut, sérnámi í prentun.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Fyrst þarf að klára grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Þegar því námi er lokið þá geta nem­endur sótt um nám í  prentun, sem er sérsvið.

 

Námsframvinda

Námið er sam­tals fjórar annir í skóla með grunn­náminu og vinnustaðanám sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar að hámarki 48 vikur. Almennt er miðað við að nem­endur hafi lokið starfsþjálfun í síðasta lagi áður en nám hefst í loka­áföngum fag­brautar eða samhliða.

Náms­fram­vinda vinnustaðarnáms miðast við að nem­andinn sé búinn að upp­fylla að lág­marki 80% af hæfniviðmiðum í fer­ilbók fag­greinar til að inn­ritast í loka­áfanga brautar.

Að loknu námi

Prentiðn er löggilt iðngrein.

Próf­skír­teini af fag­braut ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveins­próf í viðkom­andi grein. Sveins­próf veitir rétt til að hefja nám í Meist­ara­skóla.

Einnig er hægt að ljúka viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi en slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

Nánari upplýsingar

Í grunnnáminu þurfa nemendur að nota Adobe forritunarpakkann og er hægt að kaupa nemendaleyfi á bókasafni skólans.

 

 

Það er hægt að klára stúdentspróf eftir að námi í skólanum lýkur eða búa sig undir nám á háskólastigi með öðrum hætti.

 

 

FAQ

Spurt og svarað

Er öruggt að ég komist í starfsþjálfun / á samning til að klára námið?

Það er erfitt að fullyrða um að nemendur komist í starfsþjálfun eftir að námi í skólanum lýkur. Það fer allt eftir eftirspurn hverju sinni.

Um tengsl við atvinnulífið.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Hvar fer kennslan fram?

Kennsla í prentun fer fram Sjómannaskólahúsinu á Háteigsvegi. En einnig fara nemendur á sérsviðinu út í fyrirtæki.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Hvernig sæki ég um?

Hvernig sæki ég um?

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!