fbpx
Menu

Námsbraut

Pípulagnir

Langar þig að verða pípari?
Í pípulögnum lærir þú að leggja hita-, neysluvatns- og frárennsliskerfi og ýmis sérhæfð kerfi í byggingar og mannvirki.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 4 annir og 96 vikur í starfsþjálfun
Tengiliður: Gunnar Kjartansson

Innsýn í námið

Pottþétt nám

Í náminu öðlast þú sértæka þekkingu á sviðum greinarinnar ásamt því að hafa öðlast leikni í aðferðum og verklagi. Þú lærir að leggja hita-, neysluvatns- og frárennsliskerfi og ýmis sérhæfð kerfi í byggingar og mannvirki. Veitukerfi fyrir vatns- og hitaveitur og frárennslislagnir utanhúss, ásamt uppsetningu tækja og búnaðar sem tengist og stýrir þessum kerfum.

Starfsvið sérmenntaðra pípara er víðtækt og kemur við í öllum byggingariðnaði og hjá flestum framleiðslufyrirtækjum.

Hægt er að taka áfanga í námi með vinnu (fjarnámi eða í kvöldnámi)

Námsskipulag brauta Byggingatækniskólans

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Fyrst þarf að klára eina önn í Grunnnám í bygginga‐ og mannvirkjagreinum til að sækja um nám í pípulögnum.

Þeir sem hafa náð 20 ára aldri eða hafa stúdentspróf geta innritað sig beint á brautina.

Sjá námsskipulag brautar

Að loknu námi

Pípulagnir er löggilt iðngrein. Pípulagnir er löggilt iðngrein. Heildarnámstími er 4 ár að meðtöldu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina. Þar af eru 4 annir í skóla og 96 vikna samningsbundið vinnustaðanám hjá iðnmeistara. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa og í til náms í Meistaraskólanum.

Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.

Hvar fer kennslan fram?

Kennsla í Pípulögnum fer fram í Hafnarfirði, Flatahrauni 12.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Nemendur sem hefja nám í bygginga- og mannvirkjagreinum verða að koma með eigin öryggisskófatnað, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem hann skal ávallt nota í verklegri aðstöðu Byggingatækniskólans.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!