fbpx
Menu

Námsbraut

Náttúrufræðibraut

Stúdentspróf af náttúrufræðibraut með möguleika á vali:
Opin leið
Flugtæknilína
Tölvutæknilína
Véltæknilína
Raftæknilína
Hönnunarlína
Nýsköpunarlína

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 6 annir

Innsýn í námið

Stærðfræði og raungreinar plús tæknigreinar eða hönnun

Aðaláhersla allra náttúrufræðibrauta er stærðfræði og raungreinar. Aukið val og nokkrar leiðir/línur hægt að velja úr:

  • Opin leið
  • Flugtæknilína
  • Tölvutæknilína
  • Véltæknilína
  • Raftæknilína
  • Hönnunarlína
  • Nýsköpunarlína

Námið er að mestu bóklegt en einnig getur verið um að ræða verklega áfanga. Námið skipulagt þannig að hægt sé að ljúka stúdentsprófi á sex til sjö önnum. Nemendur geta valið í frjálsu vali úr öllum sérgreinalínum nema úr flugtæknilínunni. Nemendur sem velja flugtæknilínuna taka alla sérgreinaáfanga línunnar á útskriftarönn.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám á náttúrufræðibraut þarftu að hafa lokið grunnskólanámi með B í að minnsta kosti tveimur kjarnagreinum.

Námsbrautin:

Kjarni og bundið val er 156 einingar og frjálst val er 44 einingar. Nemendum gefst möguleiki á að velja sérgreinalínur í stað frjáls vals og tekur einingafjöldi mið af því vali. Ef valin er frjáls leið má velja úr öllum sérgreinalínum utan flugtæknilínu en þó að hámarki 30 einingar á 1. þrepi, 25 einingar á 2. þrepi og 15 einingar á 3. þrepi.

 

 

Að loknu námi

Brautinni lýkur  með stúdentsprófi af náttúrufræðibraut. Þú klárar í kjarna og bundnu vali 156 einingar og frjálst val er 44-45 einingar til að ljúka við brautina,  samtals 200 – 201 eining.

Markmið náttúrufræðibrautar er að búa nemendur undir nám í tæknigreinum og raunvísindum á háskólastigi. Að námi loknu eiga nemendur að hafa góða undirstöðuþekkingu í raunvísindum og stærðfræði og vera færir um að nýta hana við margvísleg verkefni í daglegu lífi, starfi og við frekara nám.

Verkefni nemenda

Sköpun heimsins – Brynjar Leó Hreiðarsson

Myndband um sköpun heimsins

Íslenskuverkefni um sköpun heimsins.
„Ég hef áhuga á ljós- og kvikmyndum og tónlist. Ég fæ innblástur frá góðum kvikmyndum, tónlist og umhverfinu mínu. Ég plana að vinna í kvikmyndum í framtíðinni sem annaðhvort leikstjóri eða DP.“

Hönnun og nýsköpun

Fjölbreytt hönnun og nýjar hugmyndir

Nemendur á Hönnunar og nýsköpunarbraut voru með sýningu á verkum vetrarins á vorsýningu.
Fjölbreytt verkefni og mikil sköpun sem sjá má á nokkrum myndum.

Námslínur

Náttúrufræðibraut Kjarni (ein) Val (ein) Sérgrein (ein) Ein. alls
Opin 156 44-45 200-201
Flugtæknilína 156 30-31 15 200-201
Tölvutæknilína 156 9-10 35 200-201
Véltæknilína 156 9-10 35 200-201
Raftæknilína 156 10-11 34 200-201
Hönnunarlína 156 10-11 34 200-201
Nýsköpunarlína 156 9-10 35 200-201
Sjá námsskipulag brautar (pdf)

 

Opin leið

Þetta er sú leið sem nemendur fara ef þeir klára ekki ákveðna línu með því að nýta  allar 46 einingarnar í frjálsu vali. Athugið að nemendur geta líka valið greinar úr öðrum línum utan flugtæknilínu.

Flugtæknilína

Hefurðu  áhuga á að starfa í fluginu? Inni á braut­inni er bók­legt nám til einka­flug­manns-rétt­inda sem kennt er í Flug­skóla Íslands. Aðaláhersla er á stærðfræði og raun­greinar. Námið er góð und­irstaða fyrir nám á háskóla­stigi í raun­vís­indum og tækni­greinum sem og atvinnuflug­mannsnám í Flug­skóla Íslands. Flugnámið sjálft er allt kennt á útskriftarönninni og geta eingöngu nemendur á flugtæknilínu valið það nám. Greiða þarf sér­stak­lega fyrir verk­lega námið þ.e.a.s. flug­tíma.

Raf-, tölvu- og véltæknilína

Nemendur sem velja eina af þessum línum geta náð í grunnþekkingu í þessum tæknigreinum. Eftir stúdentspróf hafa nemendur greiðari leið í tæknitengt háskólanám en af hefðbundnum náttúrufræðibrautum. Nemendur geta einnig sótt um nám í tengdri iðngrein í Tækniskólanum og klárað sveinsprófið.

Hönnunar- og nýsköpunarlína

Hefur þú áhuga á að kynnast hönnun eða nýsköpun? Nú býðst nemendum á náttúrufræðibraut Tæknimenntaskólans að taka val á hönnunar- eða nýsköpunarbraut Tæknimenntaskólans. Nemendur kynnast aðferðum skapandi vinnu í gegnum teikningu, liti, form, efni og líkön. Þeir kynnast einnig fagverkstæðum skólans í verkstæðisáföngum og geta valið um frekari áherslu á hönnun annars vegar og nýsköpun hins vegar. Námið einkennist af fjölbreyttri nálgun í vinnu með skapandi verkefni.

Sjá námsskipulag brautar (pdf)

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um?

Innritunarhnappur  merktur „Sækja um“ er hér á síðunni og leiðir þig inn á innritunarvef.

Útskrifast ég með stúdentspróf af náttúrufræðibraut?

Já ef þú klárar brautina og þú hefur möguleika á að velja þér tæknigreinar, hönnunar- og eða nýsköpunargreinar sem áherslu í valgreinum.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Á síðu LÍN – Lánasjóðs íslenskra námsmanna  – eru upplýsingar um lánshæft nám að uppfylltum kröfum lánasjóðsins.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Hvar fer kennslan fram?

Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með síðasta stafnum í áfangaheitnu í stundatöflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, H fyrir Háteigsveg og TH fyrir Hafnarfjörð.

Þarf ég að vera með fartölvu?

Nei ekki hefur verið gerð krafa um það hingað til. Um aðgengi að tölvum má lesa vefnum hér. 

Er mætingarskylda?

Já reglur um skólasókn og aðrar reglur má finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!