fbpx
Menu

Námsbraut

Náttúrufræðibraut tölvutækni

Nýir nem­endur frá haust 2020 inn­rita sig á Nátt­úrufræðibraut og velja svo tölvu­tæknilínu.
Viltu fá stúdentspróf af náttúrufræðibraut og grunnnám á tölvubraut um leið? Góður grunnur fyrir háskólanám í tölvunarfræðum.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 6 annir

Innsýn í námið

Tölvur, tækni og stúdentspróf

Þetta er eldri náms­braut – nýja námsleiðin er hér: Náttúrufræðibraut – tölvutæknilína.

Þessi námsleið veitir þér stúdentspróf á náttúrufræðibraut með grunnnámi á tölvubraut um leið. Námið tekur þrjú til fjögur ár eftir námshraða.

Náttúrufræðibrautin er með aðaláherslu á stærðfræði og raungreinar. Náttúrufræðibraut tölvutækni er góður undirbúningur fyrir nám á háskólastigi í kerfis- og tölvunarfræði eða raunvísindum og tæknigreinum.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Þetta er eldri náms­braut – nýja námsleiðin er hér: Náttúrufræðibraut – tölvutæknilína.

Til að hefja nám á náttúrufræðibraut tölvutækni þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.

Að loknu námi

Þú nærð þér í stúdentspróf sem opnar greiða leið fyrir nám á háskólastigi í kerfis- og tölvunarfræði eða raunvísindum og tæknigreinum.

Verkefni nemenda

Tölvubraut
– vélmennaforritun

2. sætið í HM í vélmennaforritun

Nemendur á tölvubraut skólans voru í 2. sæti í HM í vélmennaforritun sem fram fór í Mexíkó. Flottir nemendur sem bera náminu á tölvubraut skólans gott vitni.

Tölvutækni
– tölvubraut

Fyrsta lið Tölvubrautar í FIRST Global

Nemendur á Tölvubraut skólans kepptu í First Global – HM í vélmennaforritun í fyrsta sinn árið 2017.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Hver er helsti munurinn á náttúrufræðibraut tölvutækni og tölvubraut Tækniskólans?

Á náttúrufræðibraut tölvutækni er mun meira bóklegt nám, meiri stærðfræði, enska, eðlisfræði, efnafræði, þriðja tungumál og fleiri greinar. Á tölvubraut er hins vegar meira af greinum eins og forritun og tölvunarfræði. Báðar brautir enda með stúdentsprófi.

Er námið lánshæft?

Á síðu LÍN – Lánasjóðs íslenskra námsmanna – sjá lista neðst á síðunni – eru upplýsingar um lánshæft nám að uppfylltum kröfum lánasjóðsins.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.

Er mætingarskylda?

Hvar fer kennslan fram?

Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með síðasta stafnum í áfangaheitnu í stundatöflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, H fyrir Háteigsveg og TH fyrir Hafnarfjörð.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!