fbpx
Menu

Námsbraut

Náttúrufræðibraut flugtækni

Þessi námsbraut er eldri leið.
Nýir nemendur frá haust 2020 innrita sig á Náttúrufræðibraut og velja svo flugtæknilínu.

Ætlar þú að verða flugmaður?

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 6 -8 annir

Innsýn í námið

Einkaflugmannsréttindi og stúdentspróf

Þetta er eldri námsbraut – nýja námsleiðin er hér: Náttúrufræðibraut – flugtæknilína. 

Inni á brautinni er bóklegt nám til einkaflugmanns-réttinda. Aðaláhersla er á stærðfræði og raungreinar. Námið er góð undirstaða fyrir nám á háskólastigi í raunvísindum og tæknigreinum sem og atvinnuflugmannsnám í Flugskóla Íslands.

Sérgrein brautarinnar er einungis í boði ef þú innritast beint á brautina í upphafi framhaldsskólanáms. Greiða þarf sérstaklega fyrir verklega námið þ.e.a.s. flugtíma.

Brautin er kennd í samvinnu við Keili aviation academy.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Þetta er eldri náms­braut – nýja námsleiðin er hér: Náttúrufræðibraut – flugtæknilína. 

Til að hefja nám á náttúrufræðibraut flugtækni þarftu að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.

Þú tekur sérgreinar brautarinnar (bóklega einkaflugmannsnámið) á 3. eða 4. námsárinu. Þetta á aðeins við ef þú innritast beint á brautina í upphafi framhaldsskólanáms.

Að loknu námi

Þú öðlast stúdentspróf á náttúrufræðibraut eftir þrjú ár eða lengri tíma eftir námshraða.

Bóklegt nám til einkaflugmannsréttinda er tæknigreinin. Það er kennt í Flugskóla Íslands í kvöldnámi á síðasta námsárinu.

Að loknu námi hefur þú réttindi til frekara náms á háskólastigi eða til að hefja atvinnuflugmannsnám.

Verkefni nemenda

Sköpun heimsins – Brynjar Leó Hreiðarsson

Myndband um sköpun heimsins

Íslenskuverkefni um sköpun heimsins.
„Ég hef áhuga á ljós- og kvikmyndum og tónlist. Ég fæ innblástur frá góðum kvikmyndum, tónlist og umhverfinu mínu. Ég plana að vinna í kvikmyndum í framtíðinni sem annaðhvort leikstjóri eða DP.“

Hönnun og nýsköpun

Fjölbreytt hönnun og nýjar hugmyndir

Nemendur á Hönnunar og nýsköpunarbraut voru með sýningu á verkum vetrarins á vorsýningu.
Fjölbreytt verkefni og mikil sköpun sem sjá má á nokkrum myndum.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um?

Þetta er eldri náms­braut – nýja námsleiðin er hér: Náttúrufræðibraut – flugtæknilína. 

Get ég valið náttúrufræðibraut flugtækni ef ég hef byrjað nám mitt í öðrum framhaldsskóla og kem inn með námsmat?

Nei, þar sem bóklegi hluti einkaflugmannsins er innifalinn í náminu án aukakostnaðar, getur þú eingöngu valið þessa braut ef þú hefur nám á náttúrufræðibraut Tækniskólans strax eftir grunnskóla. Undantekning væri ef þú greiðir sérstaklega fyrir bóklega einkaflugmannsnámið samkvæmt gjaldskrá Flugskóla Íslands.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Á síðu LÍN – Lánasjóðs íslenskra námsmanna – sjá lista neðst á síðunni – eru upplýsingar um lánshæft nám að uppfylltum kröfum lánasjóðsins.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum. 

Hvar fer kennslan fram?

Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með síðasta stafnum í áfangaheitnu í stundatöflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, H fyrir Háteigsveg og TH fyrir Hafnarfjörð. (dæmi)

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!