fbpx
Menu

Innsýn í námið

Málarar starfa á mörgum og ólíkum starfstöðvum innanhúss og utan. Þetta nám býður upp á fjölbreytta vinnu, útrás fyrir sköpunarhæfileika og mikil mannleg samskipti. Í náminu færðu að  takast á við alla algenga verkþætti iðngreinarinnar, allt frá mati á ástandi flatar og þar til æskilegri lokaáferð er náð.

Eftir nám í málaraiðn hefur þú aflað þér sértækrar þekkingar á sviðum greinarinnar ásamt því að hafa öðlast leikni í aðferðum og verklagi á þessu sérsviði.

Boðið er upp á nokkra áfanga í dreifnámi.

Brautarlýsing

MÁ20 Málaraiðn - verkefnastýrt nám

Með nýju fyrirkomulagi í verkefnastýrðu námi má nú stunda nám í málaraiðn á forsendum nemandans. Verkefnastýrt nám byggir á því að nemandi leysir verkefni á sínum hraða. Þar er áhersla lögð á að nemandi nái að sýna fram á getu sína samkvæmt hæfniviðmiðum námsins en ekki að hann sitji hefðbundna áfanga. Námstíminn er háður aðstæðum hvers nemanda. Nemendur sem hafa farið í raunfærnimat og/eða lokið áföngum í eldra kerfi fá það til styttingar og nemendur sem hafa reynslu á vinnumarkaði geta fengið verkefni metin á móti.

Námsskipulag í málaraiðn

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði er grunnnám bygginga‐ og mannvirkjagreina. Þegar nemandinn er búin með það nám getur hann sótt um nám í málaraiðn. Umsækjendur eldri en 20 ára eða með stúdentspróf geta innritað sig beint á brautina.

 

Námsframvinda

Málaraiðn er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina, samtals fjórar annir í skóla og  vinnustaðanám sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar að hámarki 96 vikur.

Námsframvinda vinnustaðarnáms miðast við að nemandinn sé búinn að uppfylla að lágmarki 80% af hæfniviðmiðum í ferilbók faggreinar til að innritast í lokaáfanga brautar.

Að loknu námi

Prófskírteini af fagbraut ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveinspróf í viðkomandi grein. Sveinspróf veitir rétt til að hefja nám í Meistaraskóla.

Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi en slíku námi lýkur með stúdentsprófi.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í málaraiðn fer fram á Skólavörðuholti.

Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Nemendur sem hefja nám í bygginga- og mannvirkjagreinum verða að koma með eigin öryggisskófatnað, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem þeir skulu ávallt nota í verklegri aðstöðu Byggingatækniskólans.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi.

Er nemendafélag?

Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!