fbpx
Menu

Námsbraut

Ljósmyndun

Viltu vinna hjá dagblaði, fjölmiðli, í eigin stúdíói eða vera freelance?
Taka tískumyndir, portrett, landslagsmyndir eða taka myndir af því sem fyrir augun ber? Þá er nám í ljósmyndun fyrir þig, því hver vill ekki kunna að taka mynd sem fangar augnablikið með fullkomnum hætti.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 5 annir og 24 vikna starfsþjálfun

Innsýn í námið

Fanga hið fullkomna augnablik

Nám í ljósmyndun endurspeglar kröfur um þekkingu og færni þeirra sem vinna í greininni.

Nemendur læra að beita þekkingu sinni og verkkunnáttu á sjálfstæðan hátt. Ljósmyndari þarf að hafa góða innsýn í flókin tækniatriði sem varða uppsetningu og vinnslu ljósmynda sem og útprentunarmöguleika því þróun á þessum sviðum er hröð.

Ljósmyndari þarf einnig að kunna skil á þeirri tækni sem byggir á filmu og framköllun í myrkraherbergi sem og stafrænni tækni sem nýtir sér tölvutækni og prentara.

Settur hefur verið upp kynningarvefur sem sýnir m.a. nemendur og verkefni þeirra.

Skoða kynningarvef um ljósmyndanámið

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Fyrst þarf að klára grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina (3 annir). Þegar því námi er lokið þá geta nemendur sótt um nám í ljósmyndun, sem er sérsvið og tekur tvær annir eftir grunnnámið (samtals 5 annir í skóla).

Umsækjendur þurfa að skila inn minnislykli með 15 myndum í u.þ.b. 2.000 x 3.000 pixela stærð sem sýna góðan þverskurð af getu umsækj­anda. Þessum gögnum skal skilað á skrif­stofu Tækni­skólans, Skólavörðuholti fyrir 4. maí 2020.
Nánari upp­lýs­ingar gefur Kristín Þóra Kristjánsdóttir skólastjóri Upplýsingatækniskólans.

Nemendur skólans sækja um brautarskipti í Innu en aðrir sækja um rafrænt á umsóknarvef – sjá SÆKJA UM takka hér á síðunni.

Námsskipulag ljósmyndabrautar (pdf).

Að loknu námi

Námið tekur 2-3 ár eða fimm annir.  Það tekur tvær annir að loknu grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina.

Þar að auki er 24 vikna starfsþjálfun. Ljósmyndun er löggilt iðngrein og lýkur náminu með sveinsprófi sem veitir þér rétt til starfa í iðninni og til inngöngu Meistaraskólann.

Einnig er hægt að taka viðbótarnám og klára stúdentspróf eða búa sig undir nám á háskólastigi með öðrum hætti.

 

Verkefni nemenda

Útskrift úr ljósmyndun vor 2020

Bók með verkum útskriftarnemenda í ljósmyndun

Nemendur vinna að sjálfstæðum verkefnum en einnig sameiginlegum verkum sem allt má skoða í nýútkominni bók.

Ljósmyndun – verkefni nemenda

Ljósmyndadeildin

Nemendur í ljósmyndun vinna að fjölbreyttum verkefnum sem sjá má á flottri vefsíðu.

Nánari upplýsingar

Í grunnnáminu þurfa nemendur að nota Adobe forritunarpakkann og er hægt að kaupa nemendaleyfi á bókasafni skólans.

Það er hægt að klára stúdentspróf eftir að námi í skólanum lýkur eða búa sig undir nám á háskólastigi með öðrum hætti.

Umsagnir

Umsagnir

María ljósmyndanemi sér fram á að starfa við áhugamálið sitt.

María nemandi í ljósmyndun er mjög ánægð með grunnnám upplýsinga og fjölmiðagreina. "Það er góður grunnur fyrir allt nám og þá sérstaklega ljósmyndun þar sem ég er að fá sérhæfingu á mínu áhugasviði."

FAQ

Spurt og svarað

Er öruggt að ég komist í starfsþjálfun / á samning til að klára námið?

Það er erfitt að fullyrða um að nemendur komist í starfsþjálfun eftir að námi í skólanum lýkur. Það fer allt eftir eftirspurn hverju sinni.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Á síðu LÍN – Lánasjóðs íslenskra námsmanna – Sjá má lista neðst á síðunni – þar eru upplýsingar um lánshæft nám að uppfylltum kröfum lánasjóðsins.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Hvar fer kennslan fram?

Kennsla í ljósmyndun fer fram í Sjómannaskólanum Háteigsvegi. En einnig fara nemendur á sérsviðinu út í fyrirtæki.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!