Hefur þú áhuga á vinna við kvikmyndagerð, við tökur, undirbúning og eftirvinnslu? Þá er nám í kvikmyndatækni fyrir þig.
Innritað er í námið fyrir haustönn ár hvert og næst opnar fyrir umsóknir 22. mars 2021.
Gott samstarfi er við atvinnulífið og kennarahópurinn skipaður fagfólki úr bransanum. Nemendur vinna eins og framleiðslufyrirtæki og allar hliðar kvikmyndagerðar koma við sögu. Framleiðslan felur í sér vinnu við bíómyndir, sjónvarpsefni, tónlistarmyndbönd, auglýsingar, fréttir og beinar útsendingar.
Kennd eru fög sem tengjast tækninni sjálfri, bæði við undirbúning, framkvæmd og eftirvinnslu kvikmyndaverks. Kvikmyndatækni er í eðli sínu hópvinna margra aðila með sérþekkingu, sem skapa saman kvikmyndaverk.
Vefur námsbrautar - nánari upplýsingarKvikmyndaiðnaðurinn er í eðli sínu margþættur og að honum koma fjölmargir aðilar, hver með sérþekkingu á sínu sviði. Námi í kvikmyndatækni er ætlað að búa nemendur undir fjölbreytt störf í heimi kvikmyndagerðar. Störfin sem um ræðir eru fjölmörg en í náminu verður einblínt á að kenna þau fög sem tengjast tækninni sjálfri, bæði við undirbúning, framkvæmd og eftirvinnslu kvikmyndaverks auk annarra tengdra greina. Kvikmyndatækni er í eðli sínu hópvinna. Því er mikilvægt að þeir sem að kvikmyndagerðinni koma hafi víðtæka þekkingu, ekki bara á sínu sérsviði heldur þekki til starfa annarra aðila til að tryggja farsæla framvindu verkefnisins. Nemendur sem útskrifast úr kvikmyndatækni eiga að vera vel í stakk búnir til að takast á við flest störf við kvikmyndagerð, allt frá hugmyndavinnu til lokafrágangs.
Þú þarft að hafa lokið grunnskólaprófi og 60 einingum í framhaldsskóla. Hafa lokið að minnsta kosti 10 einingum í lífsleikni og menningarlæsi/náttúrulæsi á 1.þrepi. Enn fremur þarftu að hafa lokið 15 einingum í íslensku, ensku og stærðfræði á 2. þrepi – einum áfanga í hverri grein. Aðrar einingar til viðbótar mega vera almennt bóknám og iðngreinar en einnig er gott að hafa lokið námi í grafískri miðlun eða hreyfimyndagerð.
Nám í Kvikmyndatækni er ætlað að búa nemendur undir fjölbreytt störf í heimi kvikmyndagerðar.
Eftir útskrift áttu að vera vel í stakk búin til að takast á við flest störf við kvikmyndagerð, allt frá hugmyndavinnu til lokafrágangs.
Þegar ég hóf nám í Kvikmyndatækni vissi ég ekki stakan hlut um hvernig myndavélar virka né hvernig kvikmyndaiðnaðurinn virkaði, en þökk sé kvikmyndatækni hef ég fengið fjölmörg tækifæri til að vinna í kvikmyndaiðnaðinum og ég tel mig hafa fundið framtíðina mína.
Myndin mín heitir Bensínstöðvablóm og er hugljúf gaman-stuttmynd. Það helsta sem ég tek úr kvikmyndatæknináminu er öll sú reynsla sem ég fékk í kaupbæti, tengslanet, frelsi til að skapa og traust í sjálfum mér að gera það sem ég elska.
Þetta nám var virkilega skemmtilegt og fræðandi og kenndi mér allt sem þurfti til að gera þessa stuttmynd. Myndin mín heitir Atli og er svört kómedía um mann sem á sér ansi óheppilegan dag.
Sýning á lokaverkefnum nemenda í kvikmyndatækni fór fram í Bíó Paradís. Glæsileg lokaverkefnin sýndu frábæra færni og tæknikunnáttu nemanna fyrir fullum sal af fólki.
Innritunarhnappur með heitinu „Sækja um“ er hér á síðunni þegar opið er fyrir innritun (í mars til maí). Aðeins eru teknir inn nýjir nemendur í þetta nám á haustönn.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Þess má geta að sú stefna hefur verið tekin upp hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins að allt námsefni í rafiðngreinum verði ókeypis nemendum. Þetta er langt komið og sárafáar bækur sem nemendur þurfa að kaupa til námsins.
Námsefni er að finna á rafbok.is.
Nám í kvikmyndatækni hefst um miðjan september ár hvert. Upphaf hverrar annar er örlítið breytilegt en vorönn byrjar um miðjan janúar, sumarönn byrjar að jafnaði rétt upp úr júníbyrjun og haustönnin um eða uppúr 10 september. Upplýsingar um nánari dagsetningar koma frá fagstjóra.
Öll kennsla fer fram í Stúdío Sýrlandi í Vatnagörðum 4, 104 Reykjavík.
Já, nánari reglur um skólasókn má finna hér.
Í Raftækniskólanum er starfandi skólafélag sem hefur það hlutverk að tengja stjórnendur skólans við nemendur og koma með athugasemdir og óskir um hluti sem betur mega fara. Jafnframt er skólafélagið tengiliður stjórnenda við nemendur. Fulltrúi skólafélagsins situr fundi með stjórnendum reglulega sem og fagráði skólans.
Skólafélagið skipar nefndir til að sjá um félagslíf innan skólans og uppákomur.
Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp félagsstarf. Saman mynda skólafélög innan Tækniskólans Nemendasamband Tækniskólans NST.
Raftækniskólinn er með spjallsíðu (hóp) á Facebook.