fbpx
Menu

Námsbraut

Gull- og silfursmíði

Langar þig að verða gull- og silfursmiður?
Í náminu öðlast þú þekkingu, leikni og hæfni sem gull-og silfursmiðum er nauðsynleg í störfum sínum.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 5 annir, 72 vikur starfsþjálfun

Innsýn í námið

Nám þar sem hugmyndaauðgi og handlagni fá að njóta sín.

Gull- og silfursmíðabrautin er eina brautin á Íslandi sem undirbýr nemendur fyrir sveinspróf í gull- og silfursmíði. Meðalnámstími er fjögur ár, samtals fimm annir í skóla og 72 vikna starfsþjálfun.
Til að ljúka námi þarf að gera samning um starfsnám hjá meistara. Náminu lýkur þá með sveinsprófi sem veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Nýir nemendur eru teknir inn að hausti. Stafrænar umsóknir á gull- og silfursmíðabraut þurfa að berast fyrir lok maí en inntökunefnd er að störfum í júní. Umsækjendur skili jafnframt inn kynningamöppum á aðalskrifstofu skólans, að hámarksstærð A-3, fyrir 31. maí. Horft er til frammistöðu og ástundunar í fyrra námi og þess undirbúnings er tengist list-, verk- eða hönnunargreinum sem umsækjandi hefur aflað sér. Teknir eru inn 8 nemendur.

Þeir nemendur sem hefja nám verða að ná lágmarkseinkunn 7 í áfanganum verkleg gull- og silfursmíði 109 eftir fyrstu önnina til að fá að halda áfram námi.

Að loknu námi

Námið nýtist vel bæði sem undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi eða sem fullgild menntun í löggildri iðngrein.

Náminu lýkur með burtfararprófi frá skólanum sem veitir rétt til að þreyta sveinspróf en það gefur réttindi til að starfa sem gull og silfursmiður auk inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í upplýsingum um viðburði og  skóladagatali hér á vefnum.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan á Gull- og silfurmíðabraut fer fram á Skólavörðuholti.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Já, nemendur fá innkaupalista afhentan við upphaf náms.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Hvernig sæki ég um?

Sótt er um rafrænt í gegnum Innu og eru nýir nemendur teknir inn á haustin – umsóknartímabil á vorin. Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!