fbpx
Menu

Námsbraut

Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina

Viltu starfa í byggingaiðnaðinum?
Undirbúningsbrautin veitir grunnnám og gefur þér heildarmynd af bygginga- og mannvirkjaiðnaðinum. Að því loknu velur þú sérnám.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 1 önn - undirbúningsnám
Tengiliður: Gunnar Kjartansson

Innsýn í námið

Grunnnámið er einnar annar nám sem þú byrjar á að klára ef þú ætlar að fara í nám í eftirtöldum iðngreinum:

  • Húsasmíði
  • Húsgagnasmíði
  • Málaraiðn
  • Múraraiðn
  • Pípulagnir
  • Veggfóðrun og dúklögn

Brautarlýsing

GBM17 Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina

Grunnnámsbrautin er fyrsta önnin í sérgreinum Byggingatækniskólans og í áfanganum verktækni grunnnáms (VGRT1GN04AB) fá  fá nemendur kynningu á öllum byggingagreinunum. Nemendur eldri en 20 ára geta sótt um beint á fagbraut.  Nám í byggingargreinum er sérnám sem leiðir til starfsréttinda og einnig er hægt að velja leiðir að háskólastigi. Sérnám í einstökum greinum tekur að jafnaði 2,5 ár auk 1,5 árs starfstíma hjá meistara.

Undirbúingsbrautin (AN BYG19) er fyrir þá nemendur sem ljúka grunnskóla og ná ekki þeim kröfum sem settar eru fyrir grunnnámsbrautina. Sjá nánar um  námsskipulag brautanna hér fyrir neðan.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Nemendur sem innritast í grunnnám í bygginga‐ og mannvirkjagreinum þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla.

Að loknu námi

Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina veitir almenna og faglega undirstöðumenntun fyrir sérnám í bygginga- og mannvirkjagreinum auk þess að gefa nemendum undirstöðuþekkingu á námsþáttum svo sem og efnisfræði, vélum, áhöldum og öryggismálum.

Námið er að meðaltali ein önn í skóla og að því loknu velja nemendur að sérhæfa sig í húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múraraiðn, pípulögnum eða veggfóðrun og dúklögnum.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina fer fram á Skólavörðuholti og Hafnarfirði, Flatahrauni 12.

Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Nemendur sem hefja nám í bygginga- og mannvirkjagreinum verða að koma með eigin öryggisskófatnað, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem hann skal ávallt nota í verklegri aðstöðu Byggingatækniskólans.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.

Er nemendafélag?

Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!