fbpx
Menu

Laus störf

Starfaðu með okkur og breyttu heiminum!

Tækniskólinn er líflegur vinnustaður með frábærum starfsmönnum og nemendum. Hér er góður starfsandi og starfsánægja mælist há. Heildarfjöldi starfsfólks við skólann er um 250 sem mynda samfélag m.a. kennara, stjórnenda, skólaliða, námsráðgjafa, sérfræðinga og meistara (iðnmeistara).

Nokkrar stöður eru lausar til umsóknar hjá skólanum og hvetjum við ykkur til að skoða nánari upplýsingar um þær hér að neðan.

 

 

 

 

 

Deildarstjóri fasteigna

Tækniskólinn leitar að öflugum starfsmanni í starf deildarstjóra fasteigna. Við leitum að metnaðarfullum og drífandi leiðtoga sem brennur fyrir öryggi og velferð starfsfólks og nemenda. Deildarstjóri fasteigna ber ábyrgð á rekstri húsnæðis Tækniskólans og viðhaldi í samvinnu við Ríkiseignir og aðra eigendur. Hjá fasteignadeild starfa tíu manns sem sinna átta byggingum sem eru alls um 26.500 fm.

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Nám sem nýtist í starfi, s.s. verk- eða tæknifræði og/eða iðnmeistarapróf á sviði mannvirkja- og byggingagreina
 • Rík þekking og reynsla á sviði verkefnastjórnunar og áætlanagerðar
 • Þekking og reynsla á sviði mannvirkjamála
 • Rík öryggisvitund og þekking á gæða- og öryggismálum
 • Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
 • Frumkvæði, þjónustulund og jákvætt viðhorf
 • Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti

 Starfssvið:

 • Dagleg stjórn fasteigna Tækniskólans
 • Ábyrgð á mannauðsmálum fasteignadeildar
 • Gerð og eftirfylgni kostnaðar- og verkáætlana
 • Ábyrgð á viðhaldi og viðgerðum
 • Ábyrgð á gæða- og öryggismálum fasteigna
 • Samskipti við Ríkiseignir, verktaka og þjónustuaðila
 • Umsjón með innkaupum og samningum við birgja
 • Aðkoma að vinnu varðandi framtíðarhúsnæði Tækniskólans

Samkvæmt jafnréttisstefnu Tækniskólans er lögð áhersla á jafnréttissjónarmið við ráðningar til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið.

Tækniskólinn er stærsti framhaldsskóli landsins en hann sækja nú rúmlega 3000 nemendur. Hjá Tækniskólanum starfa um 270 manns.

Nánari upplýsingar veitir Hildur Ingvarsdóttir skólameistari, [email protected] Með umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknir berist með hjálp Alfreðs á www.alfred.is.

 

Byggingatækniskólinn

Kennari í málaraiðn

Umsækj­andi þarf að hafa meist­ara­rétt­indi í mál­araiðn og víðtæka reynslu í faginu.

 

Kennari í múraraiðn

Umsækj­andi þarf að hafa meist­ara­rétt­indi í múr­araiðn og víðtæka reynslu í faginu.

Einnig er óskað eftir iðnfræðingi, bygg­ingafræðingi, tæknifræðingi eða verkfræðingi sem gæti kennt fag­teikn­ingu og fag­bók­legar greinar.


Kennari í húsa- og húsgagnasmíði

Æskilegt er að viðkom­andi sé með meist­ara­rétt­indi, bæði í húsa- og hús­gagnasmíði og hafi þekk­ingu og reynslu í verkstæðisvinnu.

Einnig er óskað eftir iðnfræðingi, bygg­ingafræðingi, tæknifræðingi eða verkfræðingi sem gæti kennt fag­teikn­ingu og fag­bók­legar greinar.

 

Umsækj­endur þurfa að geta hafið störf á vorönn 2021.

Nánari upp­lýs­ingar veitir Gunnar Kjartansson skóla­stjóri Bygg­inga­tækni­skólans.

 

Véltækniskólinn

Kennari í véltæknigreinum

Starfið fellst í kennslu vél­tækni­greina í Vél­tækni­skól­anum ásamt gerð náms­efnis og verk­efna í anda verk­efn­a­stýrðs náms.

Æskilegt er að viðkom­andi sé með menntun í vélfræði, á sviði vél­stjórnar, vél­virkj­unar eða tækni-/​verkfræði á vél­tæknisviði.

Viðkom­andi þarf að geta hafið störf 8. janúar 2021 eða fyrr.

Nánari upp­lýs­ingar veitir Jón Hjalti Ásmundsson skóla­stjóri Vét­ækni­skólans.

 

Raftækniskólinn

Kennari í rafiðngreinum

Æskilegt er að viðkom­andi sé með meist­ara­próf í rafiðngreinum og/​eða tækni/​verkfræðimenntun.

Nánari upp­lýs­ingar veitir Valdemar G Valdemarsson skóla­stjóri Raf­tækni­skólans.

 

Æskilegt er að þeir sem sækja um kenn­arastöður séu með kennslu­rétt­indi.

Umsókn­ar­frestur er til og með 22. nóv­ember 2020 og skulu umsóknir berast til Guðrúnar Randalín, aðstoðarskóla­meistara.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!