fbpx
Menu

Bókaðu heimsókn

Bókaðu heimsókn

Grunnskólanemendur hafa tækifæri á að heimsækja Tækniskólann, fá innsýn í skólastarfið og kynna sér námið sem þar er í boði.

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða og óvissu í tengslum við COVID-19 hefur öllum heim­sóknum grunn­skóla­nema og foreldra/forráðamanna þeirra verið aflýst. 

 

Fyrir námsráðgjafa

Ath. Nú er fullbókað í alla heimsóknartíma fyrir hópa. Þó er enn mögulegt að bóka heimsókn sem yrði dagsett eftir páskafrí. Hægt er að fá nánari upplýsingar í gegnum netfangið [email protected]

Íslandsmeistarar vorið 2019

Vegna sam­komutak­mark­ana hefur ekki verið mögu­legt að bjóða grunn­skóla­nem­endum í heim­sóknir, líkt og fyrri ár, þar sem stórir hópar hafa fengið að skoða skólann og fá kynn­ingu á náminu. Tækni­skólinn getur þó gefið smærri hópum tæki­færi til þess að koma í slíkar heim­sóknir. Miðað er við 10 til 25 einstaklinga í hverjum hóp og tekur hver heimsókn u.þ.b. 1,5 klst.

Vakin er athygli á því að umræddar heimsóknir eru ætlaðar nemendum í 10. bekk grunnskóla og verður hver heimsókn að vera bókuð af fulltrúa viðkomandi grunnskóla og/eða foreldri sem óskar eftir heimsókn fyrir ákveðinn hóp.

Einnig er hægt er að bóka einstaklings- og foreldraheimsóknir með því að hafa samband við Ólaf Svein Jóhannesson, deildarstjóra markaðs- og kynningardeildar, en hann veitir jafnframt allar nánari upplýsingar um heimsóknir í skólann.

 

Foreldrar og forráðamenn athugið

Ath. Nú er fullbókað í alla heimsóknartíma.

Foreldrar og forráðamenn sem vilja heimsækja Tækniskólann með börnunum sínum geta bókað heimsókn miðvikudaginn 24. mars og föstudaginn 26. mars. Þá er hægt að skoða húsnæðið, fræðast um námið, hitta námsráðgjafa og kennara.

Í fram­haldinu af heim­sóknum er hægt að fá viðtal hjá námsráðgjöfum skólans ef þörf er á frekari upp­lýs­ingum svo sem um stoðþjón­ustu og náms­skipulag til­tek­inna brauta.

Hér má finna nánari upplýsingar um símatíma og netföng námsráðgjafa.

Við ítrekum að heimsóknir verða að vera bókaðar af forráðamanni/eða foreldri sem óskar eftir heimsókn fyrir einstakling og við tökum ekki á móti nemendum án ábyrgðaraðila.

 

Hvaða byggingu vilt þú heimsækja?

Kennsla í Tækniskólanum fer fram á nokkrum stöðum og er hægt að bóka heimsókn í eftirfarandi byggingar skólans:

 

Skólavörðuholt

Í húsnæði skólans á Skólavörðuholti eru m.a. námsbrautirnar: húsasmíði, húsgagnasmíði, rafvirkjun, rafeindavirkjun, gull- og silfursmíði, málaraiðn, veggfóðrun- og dúklögn, tækniteiknun, hársnyrtiiðn, kjólasaumur, klæðskurður, íslenskubraut fyrir útlendinga, starfsbraut, náttúrufræðibrautir, K2 og hönnunar- og nýsköpunarbraut.

 

Háteigsvegur

Í húsnæði skólans við Háteigsveg – Sjómannaskólanum – eru m.a. námsbrautirnar: vélstjórn, skipstjórn, ljósmyndun, grafísk miðlun, prentiðn, bókband og tölvubraut.

 

Hafnarfjörður

Í húsnæði skólans í Hafnarfirði eru m.a. námsbrautirnar: húsasmíði, rafvirkjun, rafeindavirkjun, pípulagnir, vélvirkjun, stálsmíði, rennismíði, starfsbraut og fyrsta ár tölvubrautar.