fbpx
Menu

Atvinnulífið og námið

Skólinn menntar fólk til starfa í atvinnu­lífinu og sterk tengsl því nauðsyn­leg og er vilji til að efla þessi tengsl með frekara sam­starfi við fyr­ir­tæki og stofn­anir. Fyrirtæki geta haft samband og fengið settar inn upplýsingar hér um samninga eða samvinnu.

Nemendur geta sótt um styrk til að fara í starfsþjálfun í fram­haldi af námi í Tækni­skól­anum. Erasmus+ styrkur veitir möguleika á að taka hluta eða allt lögbundið starfsnám erlendis en skólinn er með öflugt alþjóðlegt samstarf.

Námssamningur

Kennarar, starfsmenn og náms- og starfsráðgjafar reyna að veita þær upplýsingar sem nemendur þurfa á að halda varðandi námssamninga.

Upplýsingasíður um vinnustaðanám:

Spurningar og svör um námssamninga af vefnum Nám og störf

IÐAN fræðslusetur er með vefsíðu um málefnið námssamningar/vinnustaðanám

Hér er vefsíða Rafmennt um námssamninga

Vinnustaðanám erlendis

Erasmus+ styrkur

Nemendur geta sótt um styrk til að taka starfsþjálfun/vinnustaðanám tengt náminu í útlöndum. Tækni­skólinn sækir um náms- og þjálf­un­ar­styrki og er í sam­starfi við skóla, stofnanir og fyrirtæki í mörgum löndum Evrópu í gegnum Erasmus+.

Styrk­irnir eru fyrir ferðakostnaði, gist­ingu og uppi­haldi. Tekið er við umsóknum allt skólaárið. Hér getur þú sótt um styrk og verkefnisstjóri fyrir erlent samstarf veitir allar nánari upplýsingar.

Nánar um möguleikann

Fyrirtæki

Fyrirtæki geta sent inn upplýsingar fyrir nemendur

Fjöldi fyrirtækja hefur sýnt að vilji er til leggja meira af mörkum í þeim efnum að styrkja iðn- og verknámsnemendur, en þörf er á að gera enn betur eins og kemur fram í menntastefnu Samtaka iðnaðarins. Með sam­starfi skólans og fyrirtækja í atvinnulífinu og sam­vinnu bæði varðandi nám í skól­anum og vinnustaðanám verður mannauður iðnfyrirtækja öflugri og verðmætasköpun meiri í íslenskum iðnaði.

Við hvetjum fyrirtæki til að hafa samband við markaðsdeild- og kynningardeild Tækniskólans hafi þau áhuga á samstarfi.

Efling vinnustaðanáms

Efling vinnustaðanáms

Samtök Iðnaðarins í samstarfi við framhaldsskólana hefur gert sáttmála um eflingu vinnustaðanáms þar sem fyrirtæki sem staðfest hafa sáttmálann munu leggja sitt af mörkum til eflingar vinnustaðanáms.

Sáttmáli um eflingu vinnustaðanáms en á vefsíðunni má sjá lista yfir fyrirtæki sem staðfest hafa sáttmálann.

Samvinna

Algengar spurningar

Hvernig kemst ég á samning?

Leitaðu upplýsinga hjá kennurum og námsráðgjöfum í skólanum.
Einnig veitir Iðan upplýsingar. Og Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins veitir upp­lýs­ingar um náms­samn­inga og sveins­próf. Hér er vefsíða Rafmennt um námssamninga. 

Hvaða eyðublöð þarf að fylla út?

Rafiðnnemar

Upplýsingar og eyðublöð fyrir rafiðnnema eru á Rafmennt.is:

Námssamningar – síða á vef Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins.

Aðrir iðnnemar

Á vef Iðan.is er síða með þessum eyðublöðum:

Eyðublöðin eru á pdf sniði. Athugaðu  að vefskoðarar höndla PDF skjöl á vefnum á ólíkan hátt. Ekki er víst að hægt sé að fylla þau út í vefskoðara og senda beint. Síða:  https://idan.is/namssamningar/eydublod-namssamninga/ 

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!