fbpx
Menu

Kynningar- og markaðsmál

Kynningar- og markaðsmál

Í markaðs- og kynningardeild starfar fólk sem vill leyfa þér að kynnast því fjölbreytta starfi sem fer fram í skólanum og tökum við reglulega á móti ýmsum hópum.

Markaðs- og kynn­ing­ar­deild heldur meðal annars utan um markaðsstarf, vefsíðu og félags­störf skólans og kemur að vinnslu alls kynn­ingar- og aug­lýs­inga­efnis.

Félagsmálum og viðburðum í skólanum er stýrt af NST – Nemendasambandi Tækniskólans, undir leiðsögn félagsmálafulltrúa sem starfar í deildinni.

Markaðs- og kynningarefni er búið til og sett saman undir stjórn deildarstjóra og markaðsfulltrúinn okkar sér um að hanna efnið.

Vefur skólans er undir umsjá markaðsdeildar og vefstjóra.

Skólinn er einnig í nánum tengslum við atvinnu­lífið og geta fyrirtæki sem hafa áhuga á samstarfi við skólann haft samband við Ólaf Svein Jóhannesson, deild­ar­stjóra markaðs- og kynningardeildar.