fbpx
Menu

Innritun í nám

Við bjóðum nám í dagskóla og dreifnámi sem er fjarnám með staðlotum. Einnig námsbrautir sem flokkast sem framhaldsnám eftir stúdentspróf eða samsvarandi menntun.

Innritun á starfsbrautir er 1. til 29. febrúar.
Forinnritun úr 10. bekk er frá 9. mars til 13. apríl.
Almenn innritun í nám haust 2020 opnar 16. mars nk.

Fyrir 10. bekkinga

Nemendur úr grunnskóla.

Upplýsingar fyrir innritun á haust 2020 .

Forinnritun nýnema úr 10. bekk er frá 9. mars til 13. apríl.

Lokainnritun nýnema er frá 6. maí til 10. júní.

Innritun fer fram í gegnum innritunarvef Innu.
Nemendur og forráðamenn fá sent heim bréf með upplýsingum um innritun og nemendur fá svo afhent lykilorð hjá náms- og starfsráðgjafa.

 

Fara á innritunarvef og sækja um.

Innritun dagskólanám

Innritun í dagskóla opnar 16. mars 2020 og er opin til 31. maí.

Innritun fer fram á innritunarvef Menntamálastofnunar og hægt er að fylgjast með stöðu umsóknar þar. Umsóknir sem berast eftir 31. maí fara á biðlista um skólavist.

Inntökuskilyrði eru mismunandi á brautum.
Fyrir sumar brautir s.s. í ljósmyndun, gullsmíði og K2 þarf að skila ferilmöppu, greinargerð og eða mæta í viðtal – sjá nánar á síðu brautar.
Upplýsingar eru  á hverri braut – sjá allar brautir.

Flugvirkjun – brautarsíða (sækja um hnappur á síðunni) – aðeins innritað á vorin fyrir næstkomandi haust.

Fara í innritun og sækja um dagskóla

Innritun dreifnám/fjarnám

Fjarnám með staðlotum

Innritun opin frá 16. mars 2020 og lýkur í upphafi kennslu.

Athugið að hópar geta fyllst.

Hér eru brautir í dreifnámi – fjarnám með staðlotum, nám sem hægt er að stunda með vinnu

Sækja um dreifnám - Nám með vinnu

Innritun framhaldsnám

Eftir stúdentspróf, sambærilega menntun eða grunnnám.

Framhaldsnám – nám á háskólastigi:

Stafræn hönnun

Nemendur sem eru í námi skrá sig áfram á innritunarvefnum.
Innritunarsíða stafræn hönnun 

Vefþróun

Verið er að end­ur­skipu­leggja námið með það fyrir augum að það henti fleirum. Sjá nánar um vefþróun hér

Raftækniskólinn

Nám í hljóðtækni og kvikmyndatækni inntökuskilyrði að hafa lokið almennu bóknámi í fram­halds­skóla.
Aðeins eru teknir inn nýnemar í hljóðtækni á vorönn (innritun nk. haust).
Aðeins eru teknir inn nýnemar í kvikmyndatækni fyrir haustönn (Innritun opin á vorin).

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!