fbpx
Menu

Fréttir

24. mars 2020

Fyrrum skólameistari Stýrimannaskólans látinn

Fyrrum skólameistari Stýrimannaskólans látinn

Guðjón Ármann helgaði starfsævi sína mennt­un ís­lenskra sjó­manna. Árið 1993 var hann sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir störf sín að fræðslu­mál­um sjó­manna.

Hann var kenn­ari við Stýri­manna­skól­ann í Reykja­vík 1975-81 og skóla­meist­ari skól­ans 1981-2003. Örygg­is- og björg­un­ar­mál sjó­manna voru hon­um ávallt hug­leik­in. Eft­ir Guðjón Ármann ligg­ur yf­ir­grips­mikið ­safn rita á sviði sjó­mennsku, sigl­inga­sögu og sigl­inga­fræði. Bækur og greinar eftir hann eru enn mikið notaðar við kennslu skipstjórnarmanna í Tækniskólanum.

Frétt á mbl.is

Mynd fengin úr myndasafni mbl.is