fbpx
Menu

forvarnir

Forvarnarfulltrúi

Stefna Tækniskólans er að styðja nemendur í að setja sér skýr markmið í lífinu og vinna markvisst að því að ná þeim. Við leggjum áherslu á lífshætti sem leiða til sjálfsvirðingar, sjálfsstjórnar og árangurs. Reglulega eru haldnir AA fundir og geta nemendur fengið upplýsingar um þá og aðstoð hjá forvarnarfulltrúa.

Forvarnarstefna Tækniskólans styður nemendur í að setja sér skýr markmið í lífinu og vinna markvisst að því að ná þeim. Við leggjum áherslu á lífshætti sem leiða til sjálfsvirðingar, sjálfsstjórnar og árangurs. Við leggjum einnig áherslu á virðingu fyrir einstaklingunum og sérstöðu þeirra, öflugt félagslíf, góð mötuneyti og margvíslega nemendaþjónustu. Skólinn vill aðstoða þá sem hafa ánetjast vímuefnum og í skólanum gilda skýrar reglur um notkun tóbaks, áfengis og annarra vímuefna. Starf forvarnafulltrúa eru hluti af framkvæmd þessarar stefnu.

Forvarnafulltrúi skólans er Guðlaug Kjartansdóttir.


Forvarnafulltrúi:
  • Vinnur með nemendum að skipulagi vímulauss félagslífs.
  • Er til viðræðu við nemendur sem hafa áhyggjur af eigin vímuefnaneyslu eða neyslu vina sinna og vandamanna.
  • Stendur fyrir fræðsluerindum og námskeiðum fyrir starfsmenn og nemendur.
  • Er kennurum og öðru starfsfólki skólans til ráðgjafar hafi þeir grun um vímuefnaneyslu nemenda.
  • Aðstoðar þá sem eiga í vandræðum vegna áfengis eða annarra vímugjafa.

AA fundir eru haldnir vikulega og hefur forvarnarfulltrúi umsjón með þeim og veitir upplýsingar.


Eftirfarandi reglur gilda í Tækniskólanum:
  • Neysla áfengis og annarra vímuefna í skólanum og á skemmtunum á vegum hans er ekki leyfð.
  • Reykingar og önnur notkun tóbaks (munntóbak) er ekki leyfð í og við skólann. Sömu reglur gilda um rafsígarettur.
  • Auglýsingar frá vínveitingahúsum eru bannaðar innan skólans, sem og annar áróður er hvetur til neyslu vímuefna.
  • Verði nemi uppvís að neyslu áfengis eða fíkniefna á skólaballi er honum vísað frá ballinu sé hann 18 ára eða eldri en hringt í forráðamenn sé hann yngri og þeim gert að sækja hann. Nemanda er síðan gert að mæta í viðtal hjá forvarnafulltrúa.
  • Öllum alvarlegri málum, svo sem sölu eða milligöngu um sölu áfengis, sölu eða dreifingu ólöglegra fíkniefna, er umsvifalaust vísað til lögreglu.

Brot á þessum reglum geta leitt til brottvísunar úr skólanum.