fbpx
Menu

Útskrift

Útskrift

Tækniskólinn brautskráir nemendur tvisvar á ári, í maí og desember.

Nemandi lýkur námi í skólanum þegar hann hefur lokið ákveðnum áföngum og einingafjölda eins og tilgreint er í brautarlýsingu.

Við brautskráningu fær nemandi skírteini þar sem fram kemur hvaða námi hann hefur lokið.

Útskriftarhúfur

Tækni­skólinn, hefur í sam­vinnu við Formal Stúd­ents­húfur og P. Eyfeld boðið upp á ­húfu­mátun fyrir útskrift­ar­efni í aðdrag­anda hverrar útskriftar.

 

Eyfeld

StúdentshúfaFyrirtækið býður upp á marg­vísleg tilboð fyrir verðandi útskrift­ar­nema í leit að réttu útskrift­ar­húf­unni.

Við hvetjum nemendur til þess að hafa samband við P. Eyfeld fyrir nánari upplýsingar

 

Formal Stúdentshúfur

Hægt er að panta útskrift­ar­húfu á vefsíðu Formal auk þess að finna upp­lýs­ingar um útskriftarpakka sem eru í boði.

Nemendur eru einnig velkomnir á staðinn til að fá mæl­ingu og ganga frá pöntun.

Hér má finna myndband sem leiðbeinir þeim sem vilja sjá um mæl­ingar sjálfir og einnig er til kynningarbæklingur frá fyrirtækinu.

 

Útskrift – haustönn 2021

Við viljum minna nem­endur okkar á nokkur mik­ilvæg atriði varðandi útskrift Tækni­skólans sem fer fram í Eld­borg­arsal Hörpu sunnu­daginn 19. des­ember kl. 14:00. Útskriftin verður í beinu streymi og birtist hlekkur á viðburðinn þegar nær dregur.

Vegna sótt­varn­ar­tak­markana þurfa allir nem­endur sem vilja mæta til útskriftar að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Prófið má ekki vera eldra en 48 klst. og við mælum með að fara í hraðpróf laug­ar­daginn 18. des­ember.

Hver og einn nem­andi hefur leyfi til þess að bjóða þremur gestum á útskriftina en þeir þurfa einnig að gangast undir hraðpróf fyrir athöfn.

Miða fyrir gesti þarf að bóka í gegnum miðasölu Hörpu en skólinn sér um sæta­skipan fyrir alla nem­endur og þurfa þeir því ekki að panta miða.

Allir nem­endur og starfs­menn fá grímu frá skól­anum fyrir athöfnina. Sjá­umst hress og kát – og spari­klædd á sunnu­daginn!