fbpx
Menu

NTM

NTM – Skólafélag Tæknimenntaskólans

NTM stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum fyrir nemendur Tæknimenntaskólans. Fastir liðir eru þó Bíókvöldin og Spilakvöldin sem eru haldin aðra hverja viku, sitt á hvað, svo það er alltaf vikulegur viðburður á vegum NTM.
NTM rekur sjoppu sem selur drykki, nammi, snakk og pizzur viðburðum sínum.

Spilakvöld

Á spilakvöldum koma nemendur saman og spila borðspil, hlutverkaspil, kortaspil og önnur spil. NTM á gott safn af spilum en öllum er frjálst að koma með sín eigin spil ef áhugi er fyrir því. Það kostar ekkert að taka þátt í spilakvöldunum og eru allir sem hafa áhuga hvattir til að taka þátt.
Spilakvöldin fara fram í matsal Tækniskólans á Skólavörðuholti.

 

Bíókvöld

Bíókvöld NTM eru orðinn rótgróinn hluti af félagslífi Tækniskólans. Á Bíókvöldum kjósa nemendur sér mynd til að horfa á og njóta saman. NTM rekur sjoppu á staðnum sem selur nammi, gos, snakk og pizzur á góðu verði.
Bíókvöldin fara fram í matsal Tækniskólans á Skólavörðuholti.