Eniac – Skólafélag Upplýsingatækniskólans stendur fyrir klúbbakvöldum aðra hverja viku í Sjómannaskólanum við Háteigsveg. Á klúbbakvöldum koma nemendur saman og virkja áhugamálin sín í formi klúbba.
Hér að neðan má sjá nokkra klúbba sem hafa verið vikir undanfarið en öllum er frjálst að stofna klúbba. Á klúbbakvöldunum stendur ENIAC alltaf fyrir keppni í einhverjum leikjum og eru veglegir vinningar í boði hverju sinni.
Það eru allir velkomnir á klúbbakvöld og er hægt að panta pizzur á frábæru verði. Þátttaka í klúbbum er opin öllum sem hafa áhuga.
Eniac eru með virkan Discord server þar sem upplýsingar um keppnir, klúbbakvöld og aðra viðburði koma inn.
Meðlimir hittast og forrita. Þarna er hægt að fá aðstoð við forritunarverkefni sem verið er að glíma við, hvort sem þau eru verkefni í skólanum eða ekki. Á klúbbakvöldunum er forritunarþraut lögð fyrir þátttakendur og fá sigurvegararnir pizzur í verðlaun.
Meðlimir hittast og spila borðspil, kortaspil og hlutverkaspil. Klúbburinn á orðið gott safn af spilum en öllum er velkomið að koma með sína eigin spil.
Í ostaklúbbnum hittist fólk, borðar osta og ræðir málin.
Í skák-klúbbnum er teflt. Klúbburinn stefnir á að halda regluleg skákmót.
Kvikmyndaklúbburinn hittist reglulega og horfir saman á kvikmyndir. Myndirnar eru valdar af meðlimum.
Minecraft klúbburinn heldur uppi sínum eigin minecraft-server þar sem meðlimir geta spilað. Klúbburinn hittist líka á klúbbakvöldum og spilar ásamt því að standa fyrir Minecraft viðburðum í tengslum við LAN Tækniskólans sem er haldið á hverri önn.
Kálklúbburinn hittist einu sinni á önn og er öllum velkomið að vera með. Þegar hann hittist fá allir þátttakendur einn kálhaus. Sá sem er fyrstur að borða allan kálhausinn sinn sigrar og er formaður kálklúbbsins.