Mikil gróska er í félagslífi Tækniskólans og hafa nemendur unnið hörðum höndum að því skapa fjölbreytt og skemmtilegt félagslíf.
Í stórum skóla er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf og er það stefna NST og skólafélaga Tækniskólans.
Nemendasamband Tækniskólans, NST, heldur viðburði og skemmtanir fyrir alla nemendur Tækniskólans. Skólafélög undirskólanna halda svo utan um viðburði sem eru ætlaðir nemendum í ákveðnum skóla innan Tækniskólans.
Miðstjórn Nemendasambandsins er saman sett af fimm nemendum, formanni, varaformanni, ritara, fulltrúa nýnema og fulltrúa nemenda í Hafnarfirði.
Hálfdán Helgi Matthíasson, formaður
Ólafía Björt Benediktsdóttir, varaformaður
Hrefna Hjörvarsdóttir, ritari
Helena Dís Friðriksdóttir, fulltrúi nemenda í Hafnarfirði
Garðar Máni Ágústsson, fulltrúi nýnema
Nemendasamband Tækniskólans, NST, stendur fyrir ýmsum viðburðum, stórum jafnt sem smáum, sem höfða til allra nemenda.
Meðal viðburða sem NST heldur utan um má nefna Morfís, Gettu betur, böll, söngkeppni, ferðir o.fl.
Skólafélögin, nefndir og klúbbar halda svo utan um minni viðburði á borð við klúbbakvöld, bíókvöld, spilakvöld o.fl.
Viðburðadagatal
Félagsmálafulltrúi skólans, Þorvaldur Guðjónsson, aðstoðar nemendasambandið NST og skólafélögin í sínu starfi.
Þorvaldur veitir allar nánari upplýsingar, sendið fyrirspurnir með tölvupósti á [email protected] eða í síma 698 3857.
Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda.
Inna – kennsluvefur
Nemendur (og foreldrar nemenda sem eru undir 18 ára aldri) fá aðgangsorð að Innu og leiðbeiningar um notkun forritsins í upphafi náms.
Aðstoð við nemendur í verknámi
Nemendur í verk- og iðnnámi eru hvattir til þess að leita til námsráðgjafa Tækniskólans varðandi að komast á námssamning.
Gagnlegar síður